Jón Gnarr

Jón Gnarr er óumdeilanlega einn af fyndnari mönnum sem þessi ísklumpur hefur alið af sér. Fyrir tilstilli hans, Óskars Jónasonar og Sigurjóns Kjartanssonar hefur orðið alger kúvending í fyndni á Íslandi. Ég kann þeim þakkir fyrir. Ef þeirra hefði ekki notið við, hefðum við öll haldið áfram að sætta okkur við Spaugstofuna sem mælikvarða um hvað telst fyndið. Fólk sem hlær sig máttlaust yfir Spaugstofunni er að megninu til dreifarar, sjúkraliðar og fólki sem ekki er komið á aldur en finnst samt æðislegt að fara til Kanaríeyja.

Þegar ég var að vinna hjá hinu opinbera þá varð Spaugstofan einu sinni að umræðuefni háttstemmdar kaffistofunnar, þá kvað sér kona til hljóðs sem ég hélt að væri alveg laus við fordóma. Kona sem í mínum huga gæti ekki sagt neitt misjafnt um einn né neinn. En mikið hafði ég rangt fyrir mér, þegar hún lýsti því fyrir mér hvernig hún hefði farið í boð helgina þar á undan, þar sem einn einfeldningurinn hefði dregið sig út úr gleðskapnum til að hlæja eins og fífl yfir Spaugstofunni. Hún sagði mér þetta í svo miklum yfirlætistón að ég gat ekki með nokkru móti varist því að fella hug til hennar, þar sem ég stóð andspænis henni á kaffistofu hinna útvöldu. Ég greip hana þvínæst í faðm mér og upphófst einn sá allra besti sleikur sem ég hef farið í.

Nú á dögum þykir fínt að vera í nöp við Jón Gnarr, eins og sjá má á þessum niðurstöðum google leitar, þar sem leitarstrengurinn er Jón Gnarr. Það þykir ekki fínt og flott að ræða af einlægni um nokkurn skapaðan hlut. Samanber hana Sirrí mína sem stjórnaði afskaplega vinsælum sjónvarpsþætti, sem var bæði skemmtilegur og ákaflega gefandi. Þá sér í lagi gefandi fyrir menn eins og mig, sem þjáist af skæðum offitusjúkdómi.

Að tala um Jesú er alls ekki töff.

Ég verð hinsvegar að segja að ég það er enginn pöblik fígúra í íslensku menningarlífi sem ég ber meiri virðingu fyrir en Jón Gnarr. Ég sá hann ekki alls fyrir löngu í Kastljósi hjá henni Evu Maríu Jónsdóttur hinni prýðilegu, ef ég man rétt. Þar ræddi hann af miklu hugrekki um skólakerfið, fordóma, kristni, lífið og tilveruna. Hann sagði að það hefði munað hársbreidd að tilvera hans hefði þróast í langlegu inn á geðdeild.
Það er kallað að eiga heima upp í rjáfri, inn við sundin blá. Fólk sem hefur aðsetur upp í rjáfri, á sér engar batalíkur.

Ég er enginn áhugamaður um kristni. Boðskapur Jesú var hinn prýðilegasti. Kærleikur og umburðarlyndi. En mannskepnan, sem og oft áður hefur tekið þann boðskap og búið til úr honum andstyggilega pólítík, sem ég get ekki með nokkru móti fellt mig við.

Það er hinsvegar algert aukatriði.

Það að fólk skuli setja sig upp á móti Jón Gnarr fyrir að þroskast og dafna er asnalegt. Það er engin ástæða til að taka öllu svona andskoti persónulega.

4 thoughts on “Jón Gnarr”

  1. Kæri Sigurður , eins og talað út úr mínu eigin hjarta. Ég rakst á Jón um daginn í Hagkaup og við áttum gott spjall. Ég óskaði honum til hamingju með nýju bókina sem mér finnst frábær. Eftir þetta sjall við Jón komst ég að því að þó hann sé að þroskast og breytast þá er hann ennþá með sama beittan húmörinn. Hann lofaði mér nýjum og endurlífguðum Tvíhöfða innan skamms.

  2. Gnarr hefur örugglega gert ýmislegt verra en að vingast við Ésú.
    annars á Ésú undir högg að sækja í kjölfar umfjöllunar um bobera hans svo ég held að Gnarr ætti jafnvel að skipta honum út fyrir eitthvað staðfastara…..

  3. Jón Gnarr er og verður alltaf æði. Mér finnst flott hvað hann er einlægur og að þroskast. Það mættu margir fara að hans fordæmi að mínu mati.

Comments are closed.