fíklar í kvikmyndum

Sjónvarpsþættir eða kvikmyndir, þar sem ein eða fleiri sögupersónur þjást af eiturlyfjafíkn eða alkóhólisma, er eitt af því þreyttasta og drepleiðinlegasta sem ég horfi á.

Undanskilin er að sjálfsögðu Requiem for a Dream, en það er ein af betri myndum sem búin hefur verið til um fíkn.

Ég á þá við myndir þar sem rauði þráðurinn í sögunni hefur ekkert með neyslu eða fíkn að gera, en samt er einum fíkli plantað inn í söguna til að gera hana örlítið safaríkari. Tilhvers, veit ég ekki, því hegðun fíkla er fucking leiðinleg og alveg gersamlega óáhugaverð.

Hinsvegar gamla góða geðveikin er prýðis skemmtan, en ef viðkomandi er geðveikur vegna neyslu á lyfjum eða áfengi. Djöfuls leiðindi.

Fíklar eru að mínu viti auvirðulegastu væluskjóður sem um getur á þessari jörð. Vandræðin og óhamingjan sem orsökuð er af fíklum er ævintýraleg. Og liggur nærri að megnið af óhamingju mannsins sé fíkn eða fíklum að kenna, ef hægt er að kenna einhverju um.

Því er það ógeðslega leiðinlegt að fylgjast með fíklum í sjónvarpi eða á tjaldi. Hin innri leiðindarbarátta sem viðkomandi þarf að etja. “Á ég að fá mér??”. “Nei, konan fer frá mér”. Drepleiðinlegt. Svo þegar aumingjans fíkillinn nær að snúa baki við fíkniefnunum, þá á öll heimsbyggðin að drjúpa höfði í lotningu fyrir djöfuls ræflinum.

9 thoughts on “fíklar í kvikmyndum”

 1. Ertu virkilega að segja mér að þú hafi ekki elskað 28 Days. Allir elska 28 Days, sérstaklega þú veist af því að við erum öll svolítið eins og Sandra B. Ég gleymi því seint þegar ég sá 28 Days í fyrsta sinn. Ég grét og hló til skiptis. Svo sagði ég: “nákvæmlega Sandra, ég er svo að tengja við þig því ég hef verið þarna”. Og með plöntuna, þetta er líklega eitt besta ráð sem ég hef heyrt um.

  Gleðilega hátíð.

 2. Hefuru sé Gridlock’d með toopakk og tim roth, dude ég meina það þarsko fínasta mynd um fíkla sem ég hef séð.

 3. Ef menn vilja búa til sjónvarpsefni eða kvikmyndir sem sýna raunsanna mynd af veruleikanum eins og við þekkjum hann þá hlýtur að þurfa að flétta einhverja fíklaræfla eða drykkjurúta inn í sögurnar þar sem þetta pakk skipar líklega einn þriðja hluta mannkyns, a.m.k í hinum vestræna heimi.

  spurning hvort þú einskorðir ekki áhorf þitt við sterilíserað efni þar sem búið er að sía út þennan sora.

 4. Já, mælist þú þá ekki líka til þess að ég sniðgangi ljósmyndasíður þar sem er verið að búa til rómantík úr blóðugum sprautum og dauðum fíklum? Þó það sé kannski í þínum huga “tell it like it is” nálgunin eða “keep it real” aðferðafræðin, þá getur það verið bölvuð klysja frá mínum bæjardyrum séð. Sem er einmitt það sem ég þoli illa við þegar fíkill er gerður að viðfangsefni í hreyfimyndum, að hans ömurlegu vandamál eru gerð að einhverju sem er svo æðislega rómantískt, að í sjúkum huga einhvers þá er það allt í einu orðið eftirsóknarvert að vera “down and out” einhverstaðar í einhverju hlandblautu húsasundi.

 5. Já ok ég skal vera góður, ég get jú svosem verið sammála þér upp að vissu marki með þetta helvíti þó mér finnist jú hlandbleytan stundum ákaflega rómantísk og allt að því aðlaðandi.

 6. Eftiráaðhyggja þá verð ég nú að segja að þó svo að paranojan hafi verið ígripsmikil í mínu lífi þá var nákvæmlega EKKERT að gerast utanfrá séð.

  Skoði ég líf mitt út frá augum annars fólks þá er ég óspennandi maður sem sóaði mörgum árum í nákvæmlega ekki neitt….

 7. loving lucy – eða leaving lucy – hressandi að sjá mynd með bensínsnifssfíkli… hef ekki séð marga svoleiðis fara með líf sitt í rassgat. … má kannski ekki segja rassgat á svona fínni síðu…
  Annars, jólajóla, er búina að splæsa í jólajóla, ekki það að nú sért þú undir neinni pressu að splæsa í jólajóla. alls ekki. er bara að bæta upp fyrir jólafokkið mikla.
  Kannski er frekar bannað á þessari síðu að segja jóla heldur en rassgat…
  hmmmm…

  ást og kossar
  K

 8. Love Lisa er kannski ekkert endilega um fíkn. Hún er meira að mínu mati um sorg, en fíkn.

Comments are closed.