fíklar í kvikmyndum

Sjónvarpsþættir eða kvikmyndir, þar sem ein eða fleiri sögupersónur þjást af eiturlyfjafíkn eða alkóhólisma, er eitt af því þreyttasta og drepleiðinlegasta sem ég horfi á.

Undanskilin er að sjálfsögðu Requiem for a Dream, en það er ein af betri myndum sem búin hefur verið til um fíkn.

Ég á þá við myndir þar sem rauði þráðurinn í sögunni hefur ekkert með neyslu eða fíkn að gera, en samt er einum fíkli plantað inn í söguna til að gera hana örlítið safaríkari. Tilhvers, veit ég ekki, því hegðun fíkla er fucking leiðinleg og alveg gersamlega óáhugaverð.

Hinsvegar gamla góða geðveikin er prýðis skemmtan, en ef viðkomandi er geðveikur vegna neyslu á lyfjum eða áfengi. Djöfuls leiðindi.

Fíklar eru að mínu viti auvirðulegastu væluskjóður sem um getur á þessari jörð. Vandræðin og óhamingjan sem orsökuð er af fíklum er ævintýraleg. Og liggur nærri að megnið af óhamingju mannsins sé fíkn eða fíklum að kenna, ef hægt er að kenna einhverju um.

Því er það ógeðslega leiðinlegt að fylgjast með fíklum í sjónvarpi eða á tjaldi. Hin innri leiðindarbarátta sem viðkomandi þarf að etja. “Á ég að fá mér??”. “Nei, konan fer frá mér”. Drepleiðinlegt. Svo þegar aumingjans fíkillinn nær að snúa baki við fíkniefnunum, þá á öll heimsbyggðin að drjúpa höfði í lotningu fyrir djöfuls ræflinum.