Fyrirtækjavefir þar sem birt er ein mynd eða fleiri af fólki hlæjandi eins og fífl vegna þess að það er svo æðislegt að vinna hjá viðkomandi fyrirtæki eru að mínu mati ein sú viðbjóðslegasta klisja sem fyrirfinnst á alnetinu prýðilega.
Oftar en ekki er hafður með á myndinni blökkumaður, eða manneskja með asískan uppruna. Þetta er gert til að fyrirtækið sé álitið fordómalaust þegar aðrir kynþættir en sá hinn hvíti á í hlut.
En þrátt fyrir að vera ógeðsleg klisja, þá enn þann daginn í dag er þetta aðferð sem er víða notuð. Ekki þarf að eyða löngum tíma í að finna fyrirtækjavef, þar sem er mynd af einhverjum fáráðlingum hlæjandi yfir einhverju snéðugu. Og hvað vitum við um það hvað þetta fólk er að hlæja af. Gæti ekki mögulega verið að þarna sé á ferðinni eitthvað andstyggðarpakk að gleðjast yfir óförum manna eins og Guðmundar í Byrginu. Er það hugsanlegt?
Það þykir mér líklegt.
Ef fólk er almennt eins og ég þá er engin von fyrir heiminn…
liggur það ekki í mannsins eðli að slúðra og kætast yfir glappaskotum og óförum meðbræðra sinna?
ert þú saklaus af slíku?
Annars finnst mér þetta góður punktur og er ég að spá í að fara að sérhæfa mig í að smíða einmitt svona ljósmyndir sem ég svo sel dýrum dómi til stórfyrirtækja, nema hvað í stað þess að hafa alltaf einn litaðann einstakling með í mynd þá hyggst ég hafa alltaf einn nauðasköllóttan en það eru allt of mörg fyrirtæki sem eru uppfull af fordómum þegar kemur að slíku fólki!
Er það ekki soldið brjálað að spá í því eða gera ráð fyrir því að fólk sé almennt með rugl í hausnum af sama kaliberi og þú,herra Hetja?
Já, magnað, virkar svoldið á fólk eins og það verði að taka þátt í þessu..Skil hvað þú meinar …
Hálf svartur gaur og kona. Umburðarlyndi gangvart minnihlutahópum er greinilega ofarlega á stefnuskrá fyrirtækisins. Ég hefði samt viljað sjá einn sköllóttann karl líka. En samt, mjög gott.