Ég skrifa ekki fleiri veflóka um laugaveginn, því ég er svo blessunarlega fluttur yfir á Óðinsgötuna prýðilegu. Ég bjó á laugaveginum í fjögur ár, og eru þetta töluverð viðbrigði fyrir mann jafn einhverfan og undirritaður er.
En nú spyr ég, er verið að gera gys að mér? Nú hvers vegna, kann einhver að spyrja sig.
Jú, vegna þess að það er verið að spila heila breiðskífu með Bjartmari Guðlaugssyni, hér á hæðinni fyrir ofan mig. Þegar ég heyrði laglínuna “með vottorð í leikfimi skoða ég bæinn minn”, hélt ég að þetta væri eitthvað flipp í nágrönnum mínum, en þar skjátlaðist mér all verulega, því þau eru að spila alla plötuna, rétt á meðan þau ryksuga og punta hjá sér. Enginn smá stemmari það.
Ég veit ekki um neitt skelfilegra en þetta tímabil í mannkynsögunni, þegar þetta lag náði vinsældum. Ég var unglingur með unglingakomplexa, núna er ég hinsvegar fullorðinn með fullorðinskomplexa.
Hva…er þetta ekki einmitt það sem þú fílar?
Ég persónulega var hrifnari af Hebba, Dawn of the Human Revolution er klárlega tímamótaverk í íslenskri dægurtónlist!
Virkar mjög lífsglatt fólk,þarna á efri hæðinni. Góðir nágrannar það sem spreða hamingju um allt húsið,það mikilli hamingju að fólk er farið að blogga um það.
Ég finn alveg rosalega til með þér Siggi, gífurlega. Hvað er málið með svona lið sem heldur bara að það geti sungið ógeðsleg gæsahúðarlög allan liðlangan daginn, sem heldur svo bara að nágrannar manns komi heilir út úr því…Þáu lifa í blekkingu Siggi.
P.S. Ertu búin að prófa að blasta Joy Division á þau..?
En svo má vel vera að Finnbogi hafi rétt fyrir sér. Ég ætla samt að blasta Joy Division, það er þunglyndi í fínasta gæðaflokki.
Þú ert líka skynsamur maður Sigurður…