leiðinlegi kaupsýslumaðurinn

Kaupsýslumaður nokkur hér í borg, hefur verið að reyna að ná af mér tali. Hann hefur reynt að hafa samband við mig símleiðis. Eins hefur hann sent mér bréf í umslagi með frímerki. Umslagið innihélt nafnspjaldið hans, með mynd af honum sjálfum, ásamt penna með nafni fyrirtækisins.

Ég, þegar ég fer að hugsa það, er afskaplega lukkulegur með að hafa ekki opinn landlínusíma.
Hugsa sér öll leiðindin sem ég er búinn að vera að missa af þessi síðustu fjögur ár, sem ekki hefur verið hægt að fletta mér upp í símaskránni og ná tali af mér.

Hinsvegar er ég með alveg prýðis viðskiptahugmynd fyrir þennan svokallaða kaupsýslumann. Það er að rukka alla sem til hans þekkja, c.a 1600.- á mánuði fyrir það eitt að hann hringi ekki í þá. Reyndar þó upphæðin væri hærri, kæmu allir til með að borga því önnur eins leiðindi fyrirfinnast ekki hér í 101.

One thought on “leiðinlegi kaupsýslumaðurinn”

  1. Hvað kostar að láta þig ekki hringja í mig? Æ, það skiptir svosem ekki máli, ég borga það sem upp er sett.

Comments are closed.