ðí eitís

Ég hef náð nýjum botni á stórhættulegu internetinu. Ég hafði gott eitt í hyggju þegar ég vafraði af stað í morgun, en þegar ég rankaði við mér, var ég staddur á opinberu vefsvæði hinnar barmastóru Samönthu Fox. Ég var búinn að vera þar nógu lengi til að horfa á nánast öll myndböndin hennar frá skelfilegasta tímabili mannkynsögunnar, ‘ðí eitís’. Hver man ekki eftir lögum eins og ‘Touch Me, Touch Me’ eða ‘Nothings Gonna Stop Me Now’.

Það vill þó svo skemmtilega til að ‘ðí eitís’ er að komast í tísku aftur. Ég veit ekki hvernig þeir sem leggja línurnar í tískuheiminum fara að því að taka eitt stærsta menningarslys sem hefur orðið í vestrænum heimi, blása í það lífi og gera það æðisgengilega skæs. En þeim er svo sannarlega að takast það, því meira að segja ég er að taka ‘ðí eitís’ í sátt.

7 thoughts on “ðí eitís”

  1. Hver man ekki eftir þessum brjóstum……. það þykir ekkert merkilegt í dag að vera með svona brjóst þegar önnur hver kona er komin með kísil í mjólkurkirtlana …… hvar hafa dagar lífs mín lit sínum glatað!

  2. Allir saman, ‘touch me, touch me, I wanna feel your body, your heartbeat next to mine ‘! woa, woa, woa, yeeeehaaaaa!!!

  3. Skelltu bara geli í hárið á þér og þú fittar beint inn!

  4. ðí eitís var nú samt skömminni skárra en ðí næntís, það var gjörsamlega ömurlegt tímabil.

  5. og siggi sæti, nú er eidís á leiðinni át og næntís inn… kannski soldið seinn, en þúst…OK!!!!!!!!!!! 🙂 :):) :):) :):) :):) 🙂

    draga fram blómahjólabuxur og hausklúta… koma so!!!!!!!!!

Comments are closed.