ðí eitís

Ég hef náð nýjum botni á stórhættulegu internetinu. Ég hafði gott eitt í hyggju þegar ég vafraði af stað í morgun, en þegar ég rankaði við mér, var ég staddur á opinberu vefsvæði hinnar barmastóru Samönthu Fox. Ég var búinn að vera þar nógu lengi til að horfa á nánast öll myndböndin hennar frá skelfilegasta tímabili mannkynsögunnar, ‘ðí eitís’. Hver man ekki eftir lögum eins og ‘Touch Me, Touch Me’ eða ‘Nothings Gonna Stop Me Now’.

Það vill þó svo skemmtilega til að ‘ðí eitís’ er að komast í tísku aftur. Ég veit ekki hvernig þeir sem leggja línurnar í tískuheiminum fara að því að taka eitt stærsta menningarslys sem hefur orðið í vestrænum heimi, blása í það lífi og gera það æðisgengilega skæs. En þeim er svo sannarlega að takast það, því meira að segja ég er að taka ‘ðí eitís’ í sátt.