Mefisto

Þetta kattarkvikindi tók það upp hjá sér sjálfum að skrá lögheimili sitt hjá undirrituðum. Í morgun þegar ég var að búa um flekklaust rúm mitt, neitaði hann að láta það trufla 24 klukkustunda lúrinn sinn. Það var sama hvað ég reyndi að stugga við helvítinu, hann hreyfði hvorki legg né lið. Ég þar af leiðandi á endanum neyddist til að búa um hann með rúminu, ef svo má að orði komast.

Kötturinn heitir Mefisto.