%#!&!#/%!#!#

Ég skelf og nötra þessa köldu vetrardaga. Þó daginn sé aðeins farið að lengja, er andstyggilegt myrkrið að gera út af við undirritaðan.

En ég er lífseigur andskoti. Þess fyrir utan færi ég ekki að gera hrægömmum samtaka iðnaðarins það til geðs að detta niður dauður. Ég tek ekki upp á því að hrökkva upp af, og staðsetja mig þar með milli tannanna á þessum spekingum. Ég heyri í þeim, þegar ég legg við hlustir huga míns, þar sem þeir sitja á kaffihúsi og tala um mikilvægi þess að vera í tíu, ellefu og tólf, eins og það kallast á tæknimáli.

Þvert á það sem hefur verið orðað við mig er ég ekkert gramur þó svo ég leyfi mér að skrifa svona. Ég veit að það er erfitt að skilgreina tilfinningar, sér í lagi þegar maður er nýbúinn að kaupa sér hlutabréf í samtökum iðnaðarins. En að útleggja allar þær skoðanir sem maður kann að hafa á boðberum sannleikans, sem gremju er langt fyrir utan alla skynsemi.

Ég hef persónulega fyrirhitt alltof marga sem telja sjálfan sig vera handhafa hins gullna sannleiks. Þeir mega allir með tölu hoppa upp í rassaboruna á sér. Hinn eini sanni sannleikur er ekki til. Við vitum ekkert hvað við erum að gera hérna. Við erum flest okkar að reyna að gera vel. En ein aðferð er ekkert heilagri en önnur.

En hvers vegna skrifa ég svona veflóka?

Ég skrifa svona veflóka vegna þess að stundum þá fer fólk alveg andstyggilega í pirrurnar á mér. Það er ekki vegna þess að ég tel mig vera í stakk búinn til að dæma fólk, eða að ég haldi að ég sé betri eða verri en hver annar.

Stundum einfaldlega skortir mig orð, og það eina sem kemur mér til hugar er eitthvað í líkingu við þetta %#!&!#/%!#!#.

14 thoughts on “%#!&!#/%!#!#”

  1. Hvað sem öll samtök heimsins hafa fram að bjóða þá geta einstakir meðlimir þeirra verið óttalega þröngsýnir vitleysingar. Þar sem ég er ekki einn til að troða mínum ráðum mikið á aðra get ég bara endurtekið það sem ég saggði á gamla sófasetrinu á horninu um árið: Hvað sem gerist Siggi minn, mundu bara að ekki drekka brennivín…

  2. ummmmmm brennivin…..

    *slef*

    eg heyri að það bragðist betra i mephis

  3. Siggi sykursæti. Þetta er alls ekki flókið. Þetta er svo einfalt að það er fyndið. Sjáðu nú til. Eftir að fólk hefur lifað flóknu, ófyrirsjáanlegu og oft ömurlegu lífi, er fátt betra en bókstafur til að rata eftir. Skilti. Leiðarvísar. Reglur sem hafa númer. Eitt skref til hægri, tvö skref til vinstri, beygja arma, rétta arma, klappiklappiklapp. Það felst ákveðið öryggi í þessu. Öryggistilfinning sem gott er að hafa í lífi sem áður hafði ekkert öryggi. Yfirleitt heldur fólk fastataki í bókstafinn þar til það fer að finna öryggi annarsstaðar. Þá má sleppa takinu og skoða í öðru ljósi. Sumir halda í bókstafinn á yfirborðinu og taka svo upp Byrgis vídeó á meðan dregið er fyrir. Sumir fara sína leið. Aðrir taka milliveginn….

    Þú ert sætur og góður… Guð blessi þig og hressi.

  4. Afhverju finnst mér eins og að það séu bara eintóm fokking fífl í þessum geira eftir að hafa lesið bloggið? Ábyggilega útaf því að það eru bara pappakassar sem skána í samtökum iðnaðirins. Það er bara mitt að ákveða hvort ég ætli að láta það trufla mig í að gera það sem ég þarf.

  5. “Málstaðurinn ber enga ábyrgð á þeim sem á hann trúa”

  6. Eru ekki mörg ár síðan þú steigst út úr samtökum iðnaðarins? Hvers vegna eru þau og orangúturnar þar þá enn að angra þig minn kæri?

    Og tek undir &$%/#(#&& leiðindi alltaf hreint.

  7. Ég veit nú ekki betur en þú hafir oft og iðulega fengið þér að ríða á Flór-Ríða fundi samtaka iðnaðarins. Veit ekki betur en að þú hafir fengið titilinn “Riðill Vikunnar” hvað eftir annað. Og verið sæmdur titlinum “Efnilegasti riðill í öllum heiminum” og fellt tár þegar verðlaunin voru afhent. Þú mátt ekki vera bitur þótt þú hafir ekki náð kjöri sem ritari Flór-Ríða deildarinnar.

  8. þetta er voðalega einfalt allt saman, annað hvort mæta menn þarna, þamba vont kaffi og láta það yfir sig ganga sem þar fer fram, eða láta sig vanta og velta þessum samkuntum ei meira fyrir sér …. mér sýnist þú aftur á móti falla einhverstaðar þarna á milli ….

    Rassgat

  9. Meindirðu ekki ríðari funds flór-ríða fundana ungfru sigriður ?

    En samt promasin djöfull geturðu röflað um þessi samtök iðnaðarinns annaðhvort þjaistu að allvarlegri ritstyfflu og ert farinn að skrifa sama pistilinn aftur og aftur eða þu ert kominn með huglæga þrahyggju a þessi samtök og þrair ekkert heitar en að ganga i andlegu solskini og lata það af þer skyna a fundum þessara manna og pokahórum

    sharpen up boy

  10. Ég á sumsagt við alla handhafa sannleikans. Þ.e.a.s alla þá fundamentalist-a sem ég hef fyrirhitt. Ég er ekki eingöngu að tala um þá sem þrífast innan veggja samtaka iðnaðarins. Ástæðan fyrir því að ég nefni samtök iðnaðarins í þessu samhengi er sú að þar fyrst fékk ég upp í kok af handhöfum hins gullslegna sannleika.

    Ég hinsvegar í þessum veflók geri þau mistök að nefna samtök iðnaðarins og það er engu líkara en ég hafi girt niður um mig á heimili allra þeirra sem eiga hagsmuna að gæta, og skitið á gólfið.

  11. Af gefnu tilefni, þá vill ég biðja herra Joe Joe the Norse(a.k.a SvartTrast) að taka af sér rafsuðuvettlingana rétt á meðan hann skrifar athugasemdir á vefsetur mitt.

  12. siggi hefur ákveðið að gerast hnakki.. hann er orðin brúnn, búin að kaupa sér próteindúnk, kominn með hártopp, aftur farin að mæta á fundi og byrjaður að vinna á Remax: siggi kann að söðla um… áfram siggi! Fokkemoll…

  13. Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu máli kannski því miður, því mér væri sannur heiður að fá þig til að hægja þér á gólfið í híbýlum mínum!

Comments are closed.