Little children

Little Children er áhrifamikil mynd um hræsni mannfólksins. Í nútíma kvikmyndagerð verður það að teljast til afreka ef áhorfandinn finnur til með aðalpersónunum. Þetta tekst aðstandendum Little Children svona prýðilega. Ég fann meira að segja til með þeirri persónu sem ég vildi síst hafa samúð með.

Myndin sem gerist í úthverfi einhversstaðar í Bandaríkjunum, er um hroka og hleypidóma fólks sem er gersamlega blint á hvernig fyrir þeim er komið. Ömurlegt fólk sem í raun hefur alla burði til að lifa hamingjusömu lífi, en kýs að gera það ekki. Það þarf ekki frekari vitnanna við, því þarna er ég strax búinn að tengja. Ekki að ég búi í úthverfi í Bandaríkjunum, þó munaði mjóu hér um árið. Heldur að mér er nánast fyrirmunað að sjá hversu gott ég hef það. Því að hvernig sem á því stendur, er hamingjan og gleðin alltaf rétt handan við hornið. Það vantar bara herslumuninn. Ef ég ….. ….. og ….. …… þá væri nú gaman að vera til.

Ég hef velt því fyrir mér hvað það er sem gerir mynd góða. Einhvern tímann fór ég á frumsýningu á íslenskri stuttmynd, sem heitir Síðasti bærinn í dalnum. Ég tengdi þar við aðalpersónuna og varð klökkur yfir örlögum hennar. Ég held að fyrir mér sé það merki um vel heppnaða mynd ef ég næ með einhverju móti að tengjast sögupersónunum tilfinningaböndum, helst þannig að ég taki það alveg sérstaklega nærri mér ef eitthvað misjafnt hendir þær.

4 thoughts on “Little children”

  1. Þetta var meiriháttar ræma. Allir með eitthvað að og flestir að þykjast vera góðir útá við.Níðingurinn sem er ofsóttur af öllum hinum útaf gildum sem allir eru að reyna að fara eftir en tekst ekki. Skrifstofutýpan sem á í rúsnksambandi við konu á klámsíðu en hjónabandið dautt. Konan hans sem leitar eftir ástarævintýri hjá lögfræðinema með ekkert sjálfstraust. Kellingarnar sem hafa biblíuviðhorf á öllu til að þurfa ekki að horfast í augu við sig sjálfar . Fyrrverandi löggan sem þolir ekki sjálfa sig útaf mistökum í starfi og beitir hatrinu að einhverjum sem hún veit að er alltílagi að hata útaf almennum viðhorfum osfv. En samt er þetta engin langloka af óþægindum heldur að einhverju leiti feelgood mynd.

  2. Finnbogi, minn kæri!
    Hvaða músik ertu að hlusta á þessa daganna? Geturðu mælt með einhverju spennandi? Ég hef ekki uppgögvað neitt safaríkt síðan ég nældi mér í Woody Allen And His New Orleans Band.

  3. Nýja Bonnie Prince Billy, The Letting go er frábær.
    Devandra Banhart,Regina Spector,Four Tet,Caribou,Lay Low og svo endurvakti myndin um Leonard Cohen, I’m your man áhuga minn á því sem hann hefur að segja.

  4. Siggi elsku rúsínan mín. Þetta þjakar alla vesturlandabúa. Við höfum það ógó gott en erum að farast úr þörfum og þrám. Það er æðislegt! Ég fíla þetta ástand. Mikið betra en að hendast eins og hundur á eftir brauðmola og búa í pappakassa. Ég vil dekadens og meiri dekadens… dekadens er dans lífs míns.

Comments are closed.