Þetta er bara guð!

Vegna tæprar heilsu hef ég haldið mig heima undanfarna daga, eða síðan á föstudag.
Undanfarnar vikur hef ég verið frekar stúrinn, og þótt lífið alveg ákaflega leiðinlegt. Nema svo gerðust undur og stórmerki. Ég var staddur inn í eldhúsi á kærleiksríku heimili mínu í kringum 19:18 að elda þennan líka prýðilega Dahl rétt, þegar ég áttaði mig á því að ég var farinn að syngja hástöfum fjörgamalt íslenzkt dægurlag. Það byrjar einhvern meginn svona, og ef einhver kann allan textann yrði ég viðkomandi óendanlega þakklátur.

Kannist þið við karla sem að ……….. ……………………
Það vantar spýtu og það vantar sög, það vantar olíu og fjörug lög.

Já allir saman nú.

ÞAÐ VANTAR SPÝTU OG ÞAÐ VANTAR SÖG, ÞAÐ VANTAR OLÍU OG FJÖRUG LÖG.

Ég fór að velta því fyrir mér í tengslum við bók sem ég er að lesa, að í ljósi þess að undirritaður er gersamlega fyrirmunað að vera hamingjusamur í félagi við annað fólk, væri það þá ekki dásamlegt ef hægt væri að verja lífstíð sinni í verkefni eins og að fljúga með geimskutlu til Plúto og tilbaka? Geimskutlur ná c.a 56.000 km hraða á klukkustund. Plútó er í 4,436,824,613 km fjarlægð frá jörðu, svo það tekur u.þ.b tíu ár að skjótast til Plútó, og 14 ár að koma tilbaka. Það eru 24 ár. Ég gæti að því búnu lagst í helgan stein á einhverri mengaðri eyju í karabíska hafinu, þangað til ég færi í áður nefnda skemmtisiglingu.

12 thoughts on “Þetta er bara guð!”

 1. Gerðirðu ráð fyrir tímanum sem þarf til að bremsa þegar þú kemur til Plútó? Það getur nebblega breytt útreikningunum helling…

 2. þennan text og marga aðra úr þinn yndislegu barnæsku er að finna þarna http://frontpage.simnet.is/jommi/menu_barnalog.htm. Þessi vísa er undir Þ-inu, læra textan þannig að næst þegar þú verður barnslega glaður þ.e. missir þig svona getirð þú flippað fullkomlega

 3. Kannist þið við krakka sem að kúra í sandkassa?
  Þeim leiðist heldur lífið og eru löngu hætt að krassa.

  Það vantar spýtur og það vantar sög
  það vantar málningu og fjörug lög.

  Þau hafa rólað hundrað milljón sinnum út og inn
  og mokað saman sandinum í skóinn sinn.

  Það vantar spýtur og það vantar sög ……..

  Kannist þið við snáða sem að engu fá að ráða?
  Þeir þvælast bara hér og þar og eru fyrir alls staðar.

 4. Þú getur líka gert eins og Gísli á Uppsölum. Óþarft að fara til Plútó…. sem er búið að leggja niður bæ ðe vei… Hún er ekki lengur til…

 5. Plútó er víst til, er bara ekki pláneta lengur.

  Mmmm Dahl – þú ert sá allra færasti í eldhúsinu.

 6. Tintarella di Luna,
  Tintarella color latte,

  tu diventi candida
  CANDIDA
  CANDIDA
  CANDIDA
  CANDIDA
  CANDIDA
  CANDIDA
  CANDIDA

 7. Já þú átt erfitt með það að vera hamingjusamur í kringum fólk, en fólk á erfitt með að vera ekki hamingjusamt í kringum þig. Því þú ert hreinlega yndislegur, já ég þori alveg að segja það.

  Ég var beðin um að koma þeim skilaboðum áleiðis að þú og Frú Sigríður eruð fyndnustu vinir mínir, og að þið ættuð að vera í heimsmeistarabók Guinnes sem fyndnustu vinir í heimi. Dóttur minni finnst virkilega smart hvað ég á skemmtilega vini en hálf púkó hvað ég hitti þá sjaldan.

 8. En hvað þessi athugasemd var falleg kæra Margrét Vaff. Hún María þín er nú líka alveg ótrúlega vel að guði gerð.

 9. Er María af guði gerð? Voru það ekki MaggaVaff og Svali á FM sem gerðu Maríu? Nei ég skal ekki vera með ólund, sérstaklega ekki í ljósi þessi að ég og Doddi lágum í kasti yfir þessari færslu. Langt síðan ég hef grenjað úr hlátri yfir bloggfærslu.

 10. Ég hefði getað svarið fyrir að hún væri eingetin, því að annað eins eintak af prýðilegheitum er vandfundið.

  En það var svosem eftir þér Dr. Aðalheiður Rósa, að varpa þeim hugmyndum mínum fyrir borð, og koma hér með svæsnar lýsingar á því hvernig börn eru búin til.

  Ó, mig auman.

Comments are closed.