Ibsen og DeVotchka

Ég hef legið í skítapest síðan á föstudag. Þetta hefur verið öllum ábúendum hér á Óðinsgötu nánast óyfirstíganleg þolraun.
Mefisto litli hefur verið miður sín yfir heilsufari húsbónda síns. Hann hefur eins og húsbóndinn leitað sér huggunar í ofáti, og farinn virkilega að láta á sjá. Samræður okkar tveggja hafa verið gefandi, en jafnframt átakanlegar. Við höfum rætt heimspeki Ibsen, það að mannskepnan þurfi á lífslygi að halda til að komast af. Við vorum sammála um að það skipti ekki höfuðmáli hvers eðlis lífslygin væri, svo lengi sem að þeim er um ræðir sé fært að lifa sig inn í hana og gera hana að kjölfestu lífs síns. Okkur greindi á um nokkur smáatriði sem ég ætla ekki að tíunda hér, en ég verð að segja að stundum efast ég um að kattarkvékindið hafi snefil af tilfinningum.

——

Við horfðum á heimildarmynd eftir Stephen Fry um bi-polar disorder. Stephen Fry er alveg sérstaklega aðlaðandi og afburða greindur maður. Ég hef í kjölfarið á að horfa á þessa mynd komist að því að það er töff að vera manic/depressive, svo ég ætla að stíga út úr skápnum sem ungur maður á uppleið með geðhvarfasýki.

Ég mæli með þessari heimildarmynd, hún heitir The Secret Life Of The Manic Depressive. Hann sjálfur er haldinn þessum geðsjúkdómi. í myndinni gengur hann hreint og heiðarlega til verks. Hægt er að fylgjast með honum þar sem hann dettur í þunglyndispytt, og á meðan hann er að sökkva lýsir hann hugarástandi sínu á . Mjög merkilegt.

——-

Ég hef loksins uppgögvað nýja hljómsveit. Hún er allaveg ný fyrir mér. Hún er bandarísk með rússneskan uppruna og heitir DeVotchka. Þvílíkt eyrnagúmmilaði.

9 thoughts on “Ibsen og DeVotchka”

 1. Vertu velkominn í heim geðsjúkra. Hér er gott að vera og margt við að vera.

 2. Ertu búinn að fara með köttinn þinn í greindarvísistölupróf kæri Sigurður?
  Það þarf ekkert að vera að hann sé tifinningalaus þó hann sé ekki sammála yður..
  Þú kanski bara skilur ekki tilfinnigarnar hans…
  Annars langaði mig bara að óska þér til hamingju með geðhvarfasýkisuppljómunina…Kanski muntu núna finna betur skottið á sjálfum þér…En ef það reynist erfitt að þá hefuru alla vega alltaf skottið á herra Meifisto..

  Svo langaði mig bara að spyrja, á hvaða kaffihús þarf maður að ramba inná til að sjá þig og manninn sem peppaði mig uppí að fara í skóla?
  Hættuði nokkuð að láta sjá ykkur á þeim eftir að Brennslan missti móðinn?

  Langaði líka til að tilkynna yður það að þín yndislega undirritaða vinkona er búin að slökkva í hinum baneitraða tilfinningaplástri síkarettunni, loksins….
  Sem þýðir að ég má núna sitja hvar sem er með yður án þess að menga adrúmsloft þitt og andlega yfirvegun:)
  Þín Soffía litla…

  P.S..Það væri eflaust mjög áhugavert að vera Meifisto kisinn þinn í einn dag…

 3. Elskuleg soffía, ég er hættur að fara út úr húsi sökum félagsfælnisjúkdómar sem ég fékk í kjölfar ofáts. Hóruna hvetjandi, finnurðu á helstu veitingarhúsum borgarinnar, þar sem hann talar og talar og talar og talar og talar og talar og talar.

 4. Soffía Litla! Nú verður þú að fara að koma og sýna mér einkunnirnar. Ég er brjáluð yfir þessu! Já, láttu mig ekki bíða lengur, háaldraða og stórvirðulega konuna.

  HUHH

 5. Eða meira kanski þegar þið farið að koma betur við hvort annað… 🙂
  …Ég veit að það hljómar illa og virðist óyfirstíganlegt..
  En það má nú samt gá hvort það sé hægt..

  Seigðu mér annars elsku Siggi minn, hvað er það við Frú Sigríði sem er svona djöfullegt að það er ekki hægt að veita henni einu sinni minnsta vott af samúð…?
  (Ég meina hún selur líkama sinn ókunnugum mönnum/ konum og lifir það af hvern einasta dag, Svona líf velur enginn..Have a heart..)
  Hvað myndir þú gera ef að þú værir í hennar sporum?
  Helduru að þú myndir ekki sjá hennar afstöðu í öðru ljósi ef þú þyrftir að lifa hennar lífi…
  Og að hún myndi sjá líf þitt í öðrum augum ef að hún þyrfti að vera í þínum sporum einn dag?

  Það er ágætis umhugsunarefni..

Comments are closed.