í fíkn

Ég hef ríka þörf fyrir að þusa og nöldra. Fyrir mig þá koma þus og nöldur fast á eftir því að draga andann.
Á þeim tíma sem ég átti sjónvarp, fékk ég útrás fyrir þessa einkennilegu áráttu. Ég sat þá fyrir framan kassann og reif stólpakjaft við alla þá sem að mínu mati áttu innistæðu fyrir því.

Þegar ég er til vinnu þusa ég og nöldra í hórkonunni henni fröken Sigríði. Hún er gersamlega ónæm fyrir umhverfi sínu, fyrir utan það að vera heyrnar- og sjóndauf. Það er því prýðilegt, og má segja að hún virki sem hálfgerður stuðpúði, allavega þegar það kemur að þusi og nöldri.
En nú er ég búinn að liggja heima veikur í nánda nærri því viku. Ég hef átt í stórkostlegum erfiðleikum með sjálfan mig. Ég hef haft svo mikla þörf fyrir að þusa. Ég á ekkert sjónvarp, og hef ekki átt þessháttar í heilt ár.

Rétt um það leiti sem ég var að hafa til kvöldmatinn, var ég alveg að springa úr pirringi, ég fór leið sem liggur út á lýðnetið prýðilega til að finna mér eitthvað sjónvarpsefni sem ég gæti þusað hressilega yfir.

Fyrir valinu varð Auddi, maður sem ég gersamlega þoli ekki. Hann er með þætti á stöð 2 sem heita “Tekinn”. Ég vissi út á hvað þessir þættu gengu, og þóttist viss að þarna væri eitthvað sem ég gersamlega gæti misst mig í þusi yfir. En nei, nei. Ég þess í stað hló í eins og fífl yfir uppátækjunum.

Þýðir þetta að ég þurfi að hætta að láta mér líka illa við Audda og allt sem hann stendur fyrir?

Ó, mig auman.

3 thoughts on “í fíkn”

  1. Sigurður, það er einmitt á svona stundum sem ég man af hverju mér finnst þú svona ómissandi skemmtilegur…

    Það er af því að þú og portkonan hún fröken Sigríður eruð uppáhalds tuðararnir mínir:)

    Ekki missa móðinn elsku Siggi minn, það kemur bara einhver í stað Audda ef þú hættir að láta hann fara í taugarnar á þér:)

    I know it…

    Ekki samt alveg drepast úr því….We need you alive:)

Comments are closed.