kíló

Ég er offitusjúklingur. Ég fæ ekkert að gert. Rétt eins og um galdra sé að ræða, þá blæs ég út eins og sautjánda júní blaðra, alveg fyrirvaralaust. Sérstaklega þó þegar ég er reglulega óhamingjusamur.

Undanfarna mánuði, hef ég talið nokkuð fleiri kíló, en ég kýs að tala um á mannamótum. Að vera 10 kílóum yfir kjörþyngd, er eitt það skelfilegasta sem ég get hugsað mér. Mér var nefnilega kennt það frekar snemma að feitt fólk er alveg síðasta sort. Viðhorf þau, hafa reynst mér vel í leik og starfi.

Að vísu hef ég fyrir vikið aldrei upplifað að ég sé temmilegur í þyngd. Ekki einu sinni þegar ég vóg 63 kíló, hérna í árdaga, þegar allt virtist miklu betra en það er núna. Kannski aðallega vegna þess að ég vissi ekki betur.

Ég tek eftir fólki eins og mér. Fólk eins og ég, ásamt henni Opruh mín, þar sem öfgarnar leyna sér ekki. Þá á ég ekki við fólk sem er bara alltaf feitt, og það er ekki hægt að merkja neinn sérstakan mun viku til viku. Heldur fólk sem er grannt einn mánuðinn og svo svínfeitt þann næsta.

Enn og aftur er ég orðinn meðvitaður um hverju ég treð niður í kokið á mér. Ég hef af því mikið gaman. Ég hef keypt mér uppskriftabók, og er farinn að kokka upp úr henni nánast á hverju kvöldi. Í þessari meðvitund minni, sem mörgum þykir alveg gersamlega óþolandi, á ég í mestu erfiðleikunum með súkkulaðikökur.
Því er nú einu sinni þannig farið, að það besta sem ég fæ, er massív súkkulaðikaka með rjóma, og jafnvel ískúlu líka. Að neita sér um þetta, er þolraun fyrir mann af mínu sauðahúsi. Ekki bara þolraun, heldur harmleikur.

En ég skal sýna þeim. Helvítis krakkakvékindunum sem stríddu mér í ömurlegum grunnskólanum. Við skulum sjá hver er feitur um fertugt.

Ég hef nefnilega séð þau. Gellurnar orðnar akfeitar kellingar, búnar að hrúga niður börnum. Ég ætlaði að skrifa “með sitthvorum manninum”, en ákvað að sleppa því, vegna þess að ég svo vel af guði gerður. Og ekki eru töffararnir betur á vegi staddir, orðnir feitir og ógeðslegir kallar. Já, ég vona að þið öll með tölu fáið kransæðastíflu og vélindabakflæði.

8 thoughts on “kíló”

 1. Það er hressandi að fara á reunion og sýna “svala genginu” hvað maður er slank og fit og dúndra flottustu gelluna á svæðinu (sem var jú einn af aumingjunum í skóla eins og maður sjálfur) á efri hæðinni þannig að öll feitu svínin á neðri hæðinni geta ekki einbeitt sér…

 2. Mér þykir leitt að heyra að þú myndir aldrei veita mér athygli Sigurður, en ég er einmitt símjó og sveiflast ekkert í þyngd.

 3. Já Sigurður, aftur slá okkur hjörtu í takt.

  Um þessar mundir er ég frekar feit, svona miðað við mig. Það er samt ekki verst, það sem er verst er að ég get engan vegin fengið mig til þess að hætta að tala um hvað ég er orðin feit. Fólk í kringum mig, og þá sérstaklega fr.B, er í fullu starfi við að reyna að hughreysta mig dag eftir dag. Ég heyri núna nánst daglega; “en þú ert ekkert svo feit”. Ég er eins og þú komin í stranga megrun. Ég get ekki beðið eftir að fólk fari að hneykslast yfir því að ég sé of mjó, þá verður gaman.

  Allý, ég get ekki séð betur en að þú hafir verið að grennast undanfarið. Sem er gott.

  Ég fór einu sinni á svona reunion og tók einmitt með mér svala, þá var ég frekar mjó.

  Ég er hætt að blogga á mínu eigin bloggi, ég ætla núna bara að koma með rosalega langar athugasemdir hjá þér Siggi.

 4. Hmm, getur verið að þessi reynsla þín eigi eftir að verða öðrum að gagni…Jafnvel bjargað lífi einhvers (Bara svona ef maður ætlar að vera alveg ógeðslega klisjukenndur hahahaa)..

  Nei veistu Siggi minn, mér finnst þú nákvæmlega jafn svlaur hvort þes að þú sért að þyngjast eða ekki…Þú ert maðurinn sem er með þetta…Hafðu litlar áhyggjur…Bara svo framarlega sem þú sért ekki að klípa í magann á þér fyrir framan spegilinn, þá ertu góður…En aftur á móti ef þú gerir það…HÆTTU ÞVÍ ÞÁ IMMIDEATLY!
  Og það er líka bannað að tala illa til sín líka Siggi minn* Allright… 🙂

  Ekki gleyma því hvað þú ert ómissandi yndislegur (Ekki það að maður finni það þegar manni líður eins og þér)..

  Mikið vona ég svo að ég fari að sjá þig elsku kall..

 5. Hafðir þú ekki rétt óstofnuð kærleikshjálparsamtökin AA (Afmyndaðir Anonymus) ?

  Þar áttu heima. Þú gætir hjassast þangað með hinum fituhlussunum og þið gætuð nuggað saman á ykkur keppunum og talað um tilfinningar ykkar. Þú gætir sagt eitthvað á þessa leið: “Þótt ég sé afmyndaður þá finn ég líka til, inní mér. Djúpt inní sjálfum mér. Afmyndað fólk er líka fólk”

  Og þið mynduð gráta saman yfir heimsku og fordild þjóðélagsins og gera áætlanir um kröfugöngu þar sem hrópað verður á strætum og torgum um eitt atkvæði fyrir hvert kíló líkamsfitu í alþingiskosningum.

  Og þú myndir koma heim, þreytttur en sæll og biðja nágrannana að klæða þig úr skónum og láta renna fyrir þig í bað, þú þurfir að hugsa.

 6. mh do I read a recurring theme? greetings from little britain, where all is moving and thoughts are flying and clouds are storming.
  baci baci

 7. Þetta ástand er þá væntanlega bara þitt náttúrulega ástand? Amömbu ástand. Alltaf í samdrætti og þenslu.

  Ég skil þig samt. Er líka alin upp við orð eins og; svínfeitur, akfeit, kjagar um í spiki, fituhlass, hlunkur og fleiri sniðug orð sem lýsa þessu. Mér finnst feitir vera í tómu helvítis rugli og ætla mér aldrei að verða svona uppgjafaflíspeysuógeð. Ekki bara af því það er ekkert svo fallegt, heldur af því að spikinu fylgir; kæfisvefn, inngrónar táneglur, sveppasýking í fellingum, sykursýki, liðagigt, kynkuldi, bakverkir, ófrjósemi og ég veit ekki hvað og hvað. Fussumsvei! Úrkynjun!!!

  Þú ert þó sætur… og ekkert feitur að mínu mati. En passaðu þig samt!

Comments are closed.