Ég fer u.þ.b 15-20 sinnum á dag inn á morgunblaðsvefinn til að afla mér fregna af því hver hafi drepið hvern. Hvernig henni Britney gangi í meðferðinni. Hversu margir hafi sofið úr sér í fangaklefum lögreglunnar, ásamt öðrum uppistöðuatriðum í menningarsamfélagi.
Nú er svo komið að það er einfaldlega ekki hægt að fara inn á morgunblaðsvefinn. Það er alveg sama hversu stór eða lítil frétt er þar birt, undantekningalaust er einhver snillingur búinn að láta í ljós skoðun sína á fréttinni á litla sæta moggablogginu sínu.
Viðbjóður segi ég.
Nokkrir af þeim bloggurum sem eru hvað einna duglegastir að skrifa einnar setningu athugasemdir(one liners) hef ég eytt mörgum árum í að reyna að gleyma, en svo fyrirvaralaust skjóta þeir upp kollinum á morgunblaðsvefnum fullvissir um að það sem þeir séu að skrifa, sé ótrúlega hnyttið og skemmtilegt. En nei. Hnyttnar og skemmtilegar eru þessar athugasemdir ekki, því fer svo fjarri. Ævintýralega ömurlegar, er nærri lagi.
Tökum dæmi. Fyrirsögnin er Ljósbláar kvikmyndir japansks leikstjóra í Fjalakettinum. Athugasemdin sem eyðileggur annars þennan prýðilega pistil kemur frá einhverjum sem heldur að hann sé ægilega fyndinn: “Nú truflast Femmurnar”. Eða þá fréttin um eftirlætið mitt hann Cliff Richards Laus við stjörnustæla , athugasemdin “Wahahhhahahahha”.
Ég læt hér staðar numið. Þörf minni til að pirrast yfir öðrum hefur borið þann árangur, að mér líður snöggtum skár. Ég hef það núna á tilfinningunni að ég sé mun betri en þessir moggabloggarafávitar. Þetta er tilfinning sem endist mér inn í draumalandið. Svo hinsvegar þegar ég vakna á morgun, þarf ég að finna mér eitthvað annað sem ég get bölsótast út. Það ætti að vera léttur leikur, ég er nefnilega að vinna hjá því opinbera á morgun.
Ég er þér svo innilega sammála minn kæri og ekki í fyrsta sinn. Mig langar að kveikja í langflestum moggabloggunum. En ekki blogginu hennar MV. Það er með fallegri bloggum þessarar veraldar enda einlægt og vinalegt, já og stundum minnist hún á mig, það eru bestu bloggin.
Góðar kveðjur,
Ef ekki væri fyrir þá einföldu staðreynd að ekki er hægt að kommenta á þessi helvítis moggablogg nema vera sjálfur með slíkan óbjóð á sínum snærum þá væri þetta mögulega í einhverjum tilfellum sniðugt, það er líka miklu meira retro að vera með pymazine blog!
Auðvitað er hægt að skilja eftir komment þó að þú sért ekki sjálfur með moggablogg. Hvaða rugl er þetta.
Og annað, ef einhver sem kann á tölvur gæti sagt mér hvaða rugl er í gangi á blogspotinu mínu gamla þá þyrfti ég ekki að vera á moggablogginu. En þið neyðið mig til þess að vera þarna innan um fullt af fólki sem ég þekki ekki, og fólki sem er tilbúið að gera mér mein eða hrækja á mig.
Bergþóra, þegar ég er orðinn 80 ára gamall ætla ég að bjóða þér með mér í skemmtisiglingu til Nýju Arabíu. Það verður sko stuð stuð stuð. Pétur Geir, Mér finnst þú töff! Margrét Vaff, það gengur ekki lengur að jafn prýðileg manneskja og þú neyðist til að hanga í andstyggilegu félagi við sjálfshyggjurunkprinsa, sendumér tafarlaust aðgangsupplýsingar þínar að blogspot á seinarsson [] gmail [] com . Ég skal veiða þig upp úr þessum ógöngum.
Hihi 🙂
Varð nú svo frægur að skrá mig þarna í morgun …undir alteregóinu mínu – ‘onum Sjonna.
Á hans vegum fer ég nú að kommenta eins og brjáluð *óra með riðgreddupest.
Salút!
Sjonni
http://heimursjonna.blog.is/
MaggaV:
það er þá breyting til batnaðar…. þetta er samt ekki næstum nógu kúl fyrir þig að vera að hanga þarna!
Juuu hvað ég hlakka til siglingarinnar. Þá verð ég samt bara rétt skriðin upp úr fjörutíu og fimm ára (fliss)
Ég prófaði í mánuð eða svo að skrifa færslur á þetta sataníska morgunblaðsblogg. Áttaði mig svo á því að ég er að vinna hjá Fréttablaðinu/365 og þar af leiðandi ekki mjög japanskt að ybba gogg á mogga bloggi. Fór… og ekki bara út af þessu, heldur líka af því ég gat ekki hætt að þenja mig mót einhverjum treggáfuðum “feminstium” sem ætluðu mig óstöðuga að æra. Þegar þær voru svo farnar að blokkera athugasemdir frá mér… þá hugsaði ég “fávitar”, tók lók minn og gekk. Þetta var svona barnaland.is/feminismi.
Sjáum svo til hvernig þetta kommjúnití á vísi.is þróast, ef það þróast… held að þetta moggadót hafi fengið feitt forskot… en sjáum hvað setur. Fólk mun eflaust flýja líka, hægt og jafnt og þétt. Eins og rottur úr sinubruna.