Og þér finnst það bara í góðu lagi?

Ég er kominn í sumar- og sólskinsskap. Það er eins og verið sé að hleypa út beljum á vorin, þannig líður mér, eins og belju. Þegar ég er hamingjusamur glaður og frjáls, syng ég og tralla. Verður þá oft fyrir valinu Bubbalag, sem hæfir veðri og vindum. Lag vikunnar er að þessu sinni að sjálfsögðu “Sumarið er tíminn”.

Það er eitthvað á þessa leið: “Sumarið er tíminn trallallalla læ, með stúlkunni minni upp á Arnarhól, Ó jááá.” Þar á eftir kemur texti við viðlag, sem ég hef aldrei botnað í. “Þér finnst það í góðu lagi.” Þetta er endurtekið fjórum sinnum, þar til hann syngur “ójááhá”. Það er svo hvernig Bubbelíus syngur viðlagið, sem hefur verið mér ráðgáta, því þegar Bubbi syngur þessar línur þá hljóma þær eins og ásökun.

Ef ég ímynda mér hvað er að gerast í textanum, þá sé ég sjálfan mig að sumri til, allt er æðislegt, ég er ástfanginn upp fyrir haus upp á Arnarhól, meðan háð eru stríð og hungursneyð eykst, og mér sem þykir ekki vænt um neitt eins og rassaboruna á sjálfum mér, stendur slétt á sama og finnst það bara í góðu lagi? Það hinsvegar kemur ekki fram í textanum afhverju Bubbi hljómar eins og hann sé að ásaka hlustandann, fyrir að njóta lífssins, og vera ástfanginn. Það er ekki fjallað um hungursneyð og fjöldamorð. Það er ekki eins og sá er um er sungið, sé að brjóta á einhverjum með því að vera ástfanginn upp á Arnarhól.

En svo þegar ég fer að hugsa það, þá innihalda öll Bubbalög einhverjar ásakanir. Hvort sem lögin fjalla um ástina, guð og lystisemdir lífssins, alltaf er verið að brjóta á einhverjum. Það er rétt eins og það sé algerlega óviðeigandi að njóta sköpunarverksins, án þess að vera sakbitinn og hálf ómögulegur á sama tíma.

14 thoughts on “Og þér finnst það bara í góðu lagi?”

 1. Mér finnst eins og að þegar hann segir þetta”Og þér finnst það í góðu lagi” að hann sé að benda á að það er bara ekkert í lagi….Að fólk sé með lokuð augun og sjái ekki sannleikan,eða hann.
  Þegar GCD komu með þetta þá var á milli tannana á fólki,eins og svo oft,að hann væri farinn í hvítt aftur,sem skiptir ekki rassgat máli,spiluðu á þjóðhátíð og slógu í gegn sem aldrei fyrr.
  Mér finnst frábært að sjá muninn á tónleikunum þarna fyrir nokkrum árum í analóklúbbnum og núna um daginn….Núna gat hann eins og aðrir í salnum notið sköpunarverksins og var bara almennilegur sem aldrei fyrr.

 2. Ég ætla aldrei aftur á Arnarhól! Takk fyrir að opna augu mín fyrir hræsni veraldarinnar og þá sérstaklega hamingjunnar.
  Og það verður heldur ekkert f&%$ins sumar – allir aftur í kraftgallana. Eins og þú lest er ég arfavitlaus út af þessu öllu saman.

 3. Hmmm, pælingar. Mér líður einmitt eins og belju þessa dagana og það er rosa gott. Og annað. Þegar sumarið fer að koma þá hugsa ég oft um lag eftir Megas sem heitir Ástarsaga. Það byrjar svona:

  Það var eitt sinn úti í garði
  að unnustan mín og ég
  við sátum í sól og blíðu
  og það var sumar við Framnesveg
  og hún var svo ung og yndisleg
  ástin mín kær
  ég elskaði hana svo ofboðslega að ég var gráti nær

  svo heldur lagið áfram og endar á því að hann fer upp í Rauðhóla og drepur kærustuna sína af því heimurinn er svo ógó vondur… of vondur fyrir svona fínar og góðar kærustur.

  Ég á Framnesvegi, þú á Arnarhóli og ekkert af þessu er í lagi. Nema kannski fíflarnir.

  Mér finnst Megasarlagið samt ótrúlega gott, en þetta sandpappírsóp hans Bubba um að manni finnist allt í góðu lagi… það finnst mér ekki gaman að fá á heilann. Eina Bubbalagið sem mér finnst gott að fá á heilann er Blindsker og Svartur afgan. Blindsker samt betra.

  Núna ætla ég að fara í Ikea og halda áfram að vera lítil belja.

 4. “Ég hélt henni fastri og hnífinn ég rak, í hjartað beinustu leið, og meðan blóðið rann ofan í Rauðhóla, stóð ég raunamæddur og beið.”

  %$#&$&”# sumar fo$%$&!#!#&%! argasta. Arnarhól &$#!#&!#$!.

 5. “I felt the knife in my hand and she laughed no more…

  My, my, my Delilah….”?

 6. “Neighbours!” I cried, “Friends!” I screamed
  I banged my fist upon the bar
  “I bear no grudge against you!”
  And my dick felt long and hard
  “I am the man for which no God waits
  But for which the whole world yearns
  I’m marked by darkness and by blood
  And one thousand powder-burns”

 7. Ave Maria
  Maiden mild!
  Oh, listen to a maiden’s prayer
  For thou canst hear amid the wild
  ‘Tis thou, ’tis thou canst save amid dispair
  We slumber safely till the morrowLyric provided by http://www.SortMusic.com Though we’ve by man outcast reviled
  Oh, Maiden, see a maiden’s sorrow
  Oh, Mother, hear a suppliant child!
  Ave Maria

  Þarna sýndi ég ykkur!

 8. Ég er búin að jafna mig og ætla af því tilefni að syngja lítinn lagstúf fyrir þig og taka þar með þátt í söngkeppninni:

  Frost er úti, fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt,
  nærðu engu í nefið þitt, því nú er frosið allt.
  En ef þú bíður augnablik, ég ætla að flýta mér,
  og biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér.

 9. Mér heyrðist ég heyra í Bylgjulestinni rétt áðan. Þetta gæti þó líka hafa verið nágranni minn á neðri hæðinni. Hún er víst komin í sumarskap.

 10. Já, það er satt Magga mín ég er komin í sumarskap og því hafa hress bylgjulög verið undir geislanum í allan morgun. Sumarið er tíminn var auðvitað eitt af fjölmörgum lögum sem ég hef spilað. Núna er summer of 69 með Bryan Adams í gangi.

Comments are closed.