No Cars Go

Á nýju Arcade Fire geislaplötunni er aðeins eitt lag sem hægt er að hlusta á. Það er lagið No Cars Go. Þetta lag hefur allt sem prýða þarf sumarsmell. Í þvi er bæði “hey” og “vóvóvóvó”. Restin af Neon Bible er rusl. Eftir Funeral er þetta helaum tilraun til að viðhalda vinsældum. Ég viðurkenni, og ég skil að það er alveg fjári mikið fyrir því haft að endurtaka snilld á borð við Funeral. En þeim tókst það ekki.

When daddy comes home you always start a fight
So the neighbors can dance in the police disco lights
The police disco lights
Now the neighbors can dance
Look at them dance

Hvernig er hægt að endurtaka þetta. Ekki nokkur leið. Verður bara tilgerðalegt.

Ég er núna búinn að hlusta á No Cars Go tuttugu sinnum. Eftir u.þ.b 10 skipti til viðbótar, fæ ég ógeð, og þá er ég búinn að ákveða að hlusta aldrei á The Arcade Fire aftur.

Um miðnættið er ég að hugsa um að baka spelt brauð. Já, svona er nú gaman að vera edrú. En mér er alveg sama, þó það sé gay að baka spelt brauð. Þetta er mitt líf. Burt með ykkur. Já, svei.

5 thoughts on “No Cars Go”

  1. Það á kannski ekki við hérna ennnnnnnn, mig dreymdi að þú værir raðmorðingi, og ég komst að því og varaði fjölskylduna við þér. Enginn trúði þessu upp á þig, enda eru þau öll dauð, og þú á eftir mér sem kjaftaði frá og bjargaði föðursystur okkar frá
    ósköpunum þ.e. þér. Guð eða einhver annar hve feginn var ég að hafa vaknað þessa nóttina.

  2. Ég dæmi þessa færslu dauða og ómerka. Það eru fleiri lög á þessum disk sem eru alveg fyrirtak. Eins og tildæmis Black Mirror. Já já, svona er nú hægt að skipta um skoðun.

  3. og það sem er ennþá slappara er að no cars go er gamalt lag, af plötu sem kom út á undan funeral. slappelsi og óbjóður segi ég!

Comments are closed.