Ma Nishtana

Ég hef reynt eitt og annað til að flýja uppruna minn. Ein af vonlausari ráðagerðum til að snúa baki við því menningarsamfélagi sem ég ólst upp í, var þegar ég ætlaði að taka gyðingstrú. Hvernig nákvæmlega mér hugkvæmdist að gera þetta, kann ég ekki fullnægjandi skýringu á. Var þessi ákvörðun mín trúarlegs eðlis, eða fann ég mig knúinn til að snúa baki við land og þjóð? Ég veit ekki, og leita ennþá útskýringa.

Ég reyndar frekar ungur tók eindregið afstöðu gegn þjóðkirkjunni. Ég var tildæmis sá eini í mínum bekk, sem ekki lét ferma sig, og ekki var það nú til að auka vinsældir mínar hjá óbermunum sem sátu með mér á skólabekk. Megi þau öll, fyrir utan fáeina útvalda, þjást af krónískri gyllinæð.

Ástæðan fyrir því að ég er að rifja upp þann tíma sem ég ætlaði að verða gyðingur, er að í morgun vaknaði ég syngjandi “avadim hayinu, hayinu”. Á sama tíma og menn halda upp á krossfestingu Jesú Krists, halda gyðingar upp á þegar Móses þá með búsetu í Egyptalandi, tók sig til og sagði, “Hey! Ég nenni ekki að hanga hér lengur. Þið eruð ömurlegir.” Hann safnaði saman sínu fólki og flúði yfir eyðimörkina til fyrirheitna landsins. Að þessu tilefni er haldið upp á Pessach.

Á Pessach er yngsti fjölskyldumeðlimurinn(að því gefnu að hann sé ekki of ungur), látinn syngja sálm sem kallast “Fjórar spurningar”. Þessar fjórar spurningar eru til að minna gyðinga á sögu þeirra og forfeður. Spurningarnar ganga meira og minna út á mat, og hvers vegna gyðingar leyfa sér ekki að borða kræsingar á þessari hátíð. Yngsti meðlimurinn sem syngur sálminn, skilur ekki hvers vegna þau eru látin éta matzah, sem er einn sá almesti óþverri sem ég hef látið ofan í mig. Jú, ef að matzah er drekkt í hummus, þá kannski er hægt að lifa þetta af.

Þessar fjórar spurningar, eða Ma Nishtana, er sálmur sem mér finnst afsakplega fallegur. Mun fallegri en sá sem ég vaknaði syngjandi. Hér má heyra litla stúlku syngja bæði avadim hayinu og ma nishtana.
http://www.youtube.com/watch?v=cGTJ_1Wl2u8

6 thoughts on “Ma Nishtana”

 1. Jáhá…. og veistu.. ég hef borðað matzah-balls súpu og það var ógeðslegt. Klístraðar hveitkúlur í einhverju soði. Svona er þetta alltsaman eitthvað spes.

  Gyllinæð, flasa, búlimía, sinaskeiðabólga, fjörfiskur, paranoia, inngrónar táneglur og stíflaðar ennisholur. Alltaf, fram á síðasta dag!

 2. litla stúlkan er krúttleg en af hverju eru gyðingar svona oft rauðhærðir? afi segir að rauðhærðir séu af djöflinum komnir. það sannast til dæmis á því að þeir þola ekki sól. Ha?

 3. Kæra Margrét.
  Öll erum við öll börn guðs , nema kannski ____________, __________, ___________, ______________ og _____________. Að ógleymdum ____________, ___________________, _____________, _______________, _______________, _________________ og ______________. Ég var næstum búinn að gleyma _____________, _____________, _________________, ______________, ________________, ________________ og ______________.

  En ekkert þeirra er rauðhært.

 4. Ég veit ekki hvernig ég á að segja þér þetta Sigurður án þess að það hljómi kaldhæðnislegt eða eins og slepja en ég vil að þú vitir það að mér finnst þú alveg svakalega fallegur maður.

 5. Þá vitum við hvað hetjan gerir á nóttunni; hugsar fallega til þín Siggi.

Comments are closed.