Ennþá brennur mér í muna,
meir en nokkurn skyldi gruna,
að þú gafst mér undir fótinn.
Fyrir sunnan Fríkirkjuna
fórum við á stefnumótin.
En eg var bara, eins og gengur,
ástfanginn og saklaus drengur.
Með söknuði ég seinna fann að
við hefðum getað vakað lengur
og verið betri hvort við annað.
Svo var það fyrir átta árum,
að ég kvaddi þig með tárum,
daginn sem þú sigldir héðan.
Harmaljóð úr hafsins bárum
hjarta mínu fylgdi á meðan.
En hver veit nema ljósir lokkar,
lítill kjóll og stuttir sokkar
hittist fyrir hinumegin?
Þá getum við í gleði okkar
gengið suður Laufásveginn.
Siggi. Ég skrifaði spásögu um þig á bloggið mitt.
Á Blogspot….
Helvíti er þetta gott kvæði, ég söng nú þetta alltaf á fylliríum í den.
Ég sat í dag ásamt embættismönnum á skrifstofu hins opinbera, er við hófum að syngja þetta lag. Það var ákaflega hressandi.
Vá Siggi. Og enn súrari er sú tilviljun að í gærkvöldi horfði ég einmitt á heimildarmynd sem fjallaði um síðustu 24 klukkustundirnar í lífi Sids.. og vangavelturnar um hvort hann hefði myrt Nancy.
Ég er samt viss um að þau höfðu það kósí á heróíninu. Það virkar jú svo róandi.
…skrítnar tengingar hjá þér samt. Nancy/Fjóla. Spes.
Já, það að þú hafir ákveðið að nefna læðuna Fjólu er alveg bráðfyndið, því þetta er eitt af stormasamari ástarsamböndum sem ég hef verið í.
Ha? Nei ég endurtek, HA?!?
Sigurður, þú og Davíð???
Ástæða þess að ég kem oft á dag á bloggið þitt um þessar mundir er alls ekki sú að ég er í próflestri. Ég kem eingöngu til að hlusta á hana yndislegu Billie mína.
Ég hangi á vefnum þínum frá morgni til kvölds, því samsetning lita þar hefur svo róandi áhrif á sálarlíf mitt.