öööööömurlegur

Í þessum veflók vill ég tala um orðið “ömurlegur”. Þetta orð er eitt af mínum eftirlætis orðum og nota ég það ótæpilega á mannamótum upp til sjávar og sveita.

Orðið, er að mínu mati eitt af betur lukkuðu orðum íslenskrar tungu.

Öööööömurlegt. Segir allt sem segja þarf. Hljómurinn undirstrikar hressilega merkingu orðsins. Öööööööömuuuurlegt.

Það er ekkert verra en að vera ömurlegur, og get ég vitnað um það. Eitt er að vera hallærislegur, púkalegur, kjánalegur, en að vera ömurlegur er alveg síðasta sort.

Eins og fyrr segir, þá hef ég mikið dálæti á þessu orði. Heimur minn er afmarkaður af tveimur orðum. Það eru orðin: “ömurlegur” og svo andstæða þess sem í mínu tilfelli er “æðisgengilegur”.

Heimur minn er einfaldur. Annað hvort er það sem um er rætt ömurlegt, eða æðisgengilegt. Það er enginn millivegur. Rétt eins og svart og hvítt. Heimur minn er annað hvort svartur, eða hvítur. Ég er annað hvort kátur, eða mig langar til að deyja.

Lífið er annaðhvort ööööömurlegt eða æðisgengilegt.

Núna er lífið æðisgengilegt. En það tekur af, lítill fugl gargaði það í eyrað á mér.

5 thoughts on “öööööömurlegur”

  1. Vaffarinn hefur talað! Þetta er samt fínasti Vaffari, ekki misskilja mig.

  2. Ég vissi ekki að þú værir svona flókinn persónuleiki, hélt bara að þig langaði bara að deyja af því við hin erum svo æðisnleg, og allt annað væri ekki val, nei nú fer ég og geri einhvað skemmtilegt.
    ps. drullulortur!

  3. Hversu
    lengi, hvíti maður,
    hversu lengi
    ætlar þú
    að kvelja
    þína blökku bræður;
    brenna
    þá við hægar
    glæður,
    storka þeim með
    vopnavaldi,
    vífillengjum, afturhaldi,
    ættarhroka,
    auðvaldstrú?
    – Hversu lengi? – Hversu lengi?

    Hverju svarar þú?

    Hversu lengi
    vilt þú vega
    vopnlaust fólk,
    sem gegn þér rís,
    fólk
    sem býr við tár og trega?
    Þér
    tekst að vísu snilldarlega

    brytja niður blökkuþjóð
    sem
    brauð og frelsi kýs.
    En finnst
    þér ekki lagst of lágt

    ljónið veiði mýs?

    Hversu
    lengi læst þú hafa
    lyklavöld
    í Paradís?

Comments are closed.