framtíðarmartraðir

Þegar ég var búinn að skrifa u.þ.b 20 línur, sá ég að mér og strokaði út leiðindin. Ég heyrði í sjálfum mér í huganum, rekja innihald veflóksins, í Þjóðarsálinni. Ég sá sjálfan mig halda úti moggabloggi, þar sem ég hefði eitthvað óborganlegt um hverja einustu frétt að segja.

Ég hugsa töluvert um hvernig líf mitt verður þegar ég eldist. Ég vill mögulega, ef ég kem því við, leggja töluvert erfiði á mig til að hræðilegustu framtíðarmartraðir mínar verði ekki að veruleika. Ein framtíðarmartröðin er ég í símanum hringjandi inn í þátt eins og Þjóðarsálina, að kvarta undan ungdómnum, eða slæmri framkomu strætisvagnabílstjóra. Ég kominn á gamals aldur, svikinn og svekktur, bálreiður út í samfélagið. Ég sem hef alltaf þrifið sameignina og borgað mína tíund. Ég sem má ekkert aumt sjá, þá brest ég í grát og aumka mér yfir það. Svikinn í ellinni, með sárt ennið. Gersamlega saklaus af allri þeirri ósanngirni sem ég þarf að þola.

2 thoughts on “framtíðarmartraðir”

  1. Farðu nú að blogga Fóstradamus minn. Það er aragrúi af fólki sem hefur áhuga á að vita hvernig þér vegnar í Dannebrogslandi. Bloggaðu, eða þú skalt eiga mig á fæti, eins og ástkær móðir mín sagði alltaf við mig þegar ég gerði eitthvað rangt, eins og að anda.

Comments are closed.