Þegar fréttaskýrandi greinir frá frétt í sjónvarpi, þá gengur hann í átt að myndavélinni, eins og honum sé mikið niðri fyrir. Áhorfandinn fær þannig, það á tilfinninguna að gersamlega allt sé að gerast og að þetta sé mikilvægasta frétt dagsins. Þetta er tækni sem er ættuð beint úr rassaborunni henni Ameríku.
Nú hafa fréttamenn ylhýra Ríkissjónvarpsins gert þessa tækni að sinni. Nema að eitthvað vantar upp á kúlið, sem við þekkjum svo vel úr fréttaskýringaþætti á borð við 60 mínútur. Þegar fréttamenn hins ylhýra, reyna að leika þetta eftir, fer um mig aumingjahrollur.
Maður fær það ekki á tilfinninguna að þetta sé mikilvægasta frétt dagsins, aðallega vegna þess að tæknin er notuð nánast í hverri frétt, hvort sem hún er um dauða leiðindaskarfsins hans Boris Jeltsín, eða frétt um risahandtöku upp á 5 grömm af hassi á suðurnesjum.
Einnig kemur manni helst til hugar að fréttamaðurinn sé á stöðugri hreyfingu, ekki vegna þess að hann eigi von á því að allt ætli um koll að keyra, heldur vegna þess að honum er mál að pissa. Ég sem áhorfandi og fréttaunnandi vona í hjarta mínu að fréttinni fari að ljúka þannig að aumingjans maðurinn komist á klósett, þar sem hann getur pissað með typpinu sínu, því það er fátt verra, en að vera í þeirri aðstöðu að geta ekki létt á sér.
Óborganleg fannst mer líka kastljósumræðan í gær þar sem var rætt um hvað myndi hugsanlega gerast ef mögulega kannski væri leift að fá sér leigumóðir.
Ég elska hvernig þú tjáir þig Sigurður…
Þú veist að þegar ég gifti mig (Sem ég er að vísu ekki alveg klár á hvenær verður) að þá krefst ég þess að þú mæti í brúðkaupið, með Portkonuna í eftirdragi…Og að þú tjáir þig við gesti og gangandi um hversu stórkostlegt kraftaverk það sé að ég sé gengin út :Þ
Og nei Sigurður, það verðu engin miskunn..Það er annaðhvort það eða þá að þú hættir að vera svona mikill snilldar hugsuður í að koma skemmtilega uppröðuðum orðum niður á blað (blogg), eða þá að þú bara hættir að vera fyndinn og skemmtilegur….Og veistu, það lítur allt út fyrir það að þú sért ekki á leiðinni að hætta því…Svo veit ég að yður finnst sykur góður, svo að ég veit að þú munt ekki láta þig vanta 🙂
En ég læt þig vita seinna hvenær það skellur allt á*
Og svo ætla ég að vera alveg extra tilfinningasöm og seigja í leiðinni: Mér þykir vænt um þig elsku kallinn minn*
Farðu nú vel með þig og láttu kellinguna ekki fara í þig..Bið þó innilega að heilsa henni elskunni:)
Chao
þú ert fyrirtak soffía