útmiginn með hornasir…

Mikið um Matrix vangaveltur í gróskufullum félagsskap mínum.
Ég stend fast við fyrri orð mín um myndina.
Hin og þess smáatriði eru rædd víðsvegar um allan heim. Eins og atriðið þar sem að Neo, Morpheus og Trinity ganga inn á veitingastaðinn til að hitta fyrir gredduskriftuna frönskumælandi.
Þar verður Neo var við að það er verið að kasta á dyr manni sem að líkist honum sjálfum á efri árum.
Ég hef mjög svo gaman af þessu og Diddiliddilididddilídei er búinn að lána mér nokkar Lovecraft bækur sem að hann segir að sé mjög svo í ætt við allar þessar pælingar.
Ég veit að ég er ekki í neinum vandræðum með að yfirkeyra hausinn í mér í þágu þess að gleyma stað og stund, – en mér finnst öllu þægilegra að vakna með hausinn á mér uppfullan af vísindaskáldskap og kóða heldur en hálffullur, útmiginn með hornasir.
Vel á minnst – einu sinni var ég búinn að eyða svo miklum tíma í kóða og tölvur að ég var að reyna að vakna við vekjaraklukkuna mína, – milli svefns og vöku reiknaðist mér til að klukkan hefði ekki náð sambandi við gagnagrunninn og þar af leiðandi engin ástæða til að vakna.

Comments are closed.