röð aðgerða

Ég vaknaði fyrir allar aldir og er ég hafði lokið við hefðbundinn bolla af mjólkurkaffi, hófst ég handa við að dútla. Það að dútla er mjög svo vanmetið í vestrænum heimi. Dútl hefur mikið til fallið í skuggann á snövli.

Á síðustu árum hefur snövlið verið það form aðgerða sem náð hefur almennri hylli, þá ekki bara hjá ungu fólki, heldur fólki á öllum aldri.

Þegar ég vann hjá hinu opinbera, var ég oftar en ekki að dandalast. Það að dandalast, hefur ekki þótt sérstaklega fínt, þó óneitanlega er oft mikið unnið með að dandalast. Ég hef ekki hátt um það þegar ég dandalast, en ég verð þó að viðurkenna að þegar ég vill breyta til og brjóta upp lífsmynstur mitt, að þá tek ég óspart til við að dandalast.
Í morgun, er ég var í miðjum klíðum við að dútla, leiddist mér það mikið að ég fór án umhugsunar að dandalast.

Mér finnst fínt, að skipta deginum niður sem hér segir: Á morgnana dútla ég, upp úr hádegi gríp ég til við að snövla, í eftirmiðdag þá stússast ég, og á kvöldin vesenast ég, nema þá á laugardagskvöldum þá legg ég ástund á að baxa. Núna hinsvegar þegar klukkan er farin að ganga 2 að nóttu, er ég að drolla.

6 thoughts on “röð aðgerða”

  1. Hættu þessu slóri og farðu að bedríva eitthvað þú hlýtur að hafa eitthvað að snatta.

  2. Sjálf bardúsa ég oft og iðulega. Enda iðin eins og lítil býfluga.

  3. Ef ég deili með lesendum því, sem ég geri þá birtist bara ljóð eftir Skavíð Hrekkelsson

  4. Ég vissi ekki að það væru til svo mörg orð yfir sjalfsfróun minn kæri ?

Comments are closed.