Í dag……

Þegar ég var krakkaandskoti. Þá kenndi hann pabbi minn mér þessa vísu. Hann pabbi minn er góður maður.

Í dag er ég reiður – í dag vil ég brjóta,
drepa og brenna hér allt nið’r í svörð;
hengja og skjóta’ alla helvítis þrjóta.
Hræki nú skýin á sökkvandi jörð!
Farðu’ í heitasta hel!
Skaki hörmungarél
hnöttinn af brautinni’, og þá er vel!

Reyndar kemur þessi vísa í nokkrum bragðtegundum. Í fimm erindum, og tekur á fleiri tilfinningum en reiði, eins og gleði og hvernig það er að vera orðinn gamall, snauður, ríkur.

Hversvegna skrifa ég veflóka? Ég hef hugsað þetta aftur og aftur, og ég hef komist á þá niðurstöðu að þetta er hugsanlega það eina sem ég kem til með að skilja eftir mig. Þ.e.a.s eina tækifæri mitt til að deila því með hverjum svo sem les, eða kemur til með að lesa, það sem sullast í hausnum á mér frá degi til dags. Sumt á sér stoð í raunveruleikanum, annað er uppspuni, annað eitthvað sem mér finnst ég þurfa með einhverju móti að losa mig við eða koma í orð. Má jafnvel segja að skrif þessi séu að einhverju leiti þerapjútík.

Einnig verður mér hugsað til dóttur minnar, að kannski í framtíðinni mun hún lesa þessa vitleysu. Þó svo að skrif mín séu ekki alltaf til fyrirmyndar, þá þykir mér sú hugsun að dóttir mín komi kannski til með að lesa það sem ég hef skrifað, notaleg. Hún verður þá kannski eins og ég búinn að átta sig á því fyrir langa löngu að mannkynið er allt stjörnubilað, og að eina viskan sem fullorðið fólk býr yfir, er sú að ef maður setur höndina á heita hellu, þá komi maður að öllum líkindum til með að brenna sig. Meira veit fullorðið fólk kannski ekki.

Fullorðið fólk hefur það framyfir börn, að það eru búið að lifa lengur, og þar af leiðandi búið að safna meiru sorpi í sarp sinn. Börn eru hjartahrein, alveg þangað til fullorðna fólkinu tekst að yfirfæra allt helvítis draslið sem það hefur sankað að sér í gegnum tíðina yfir á börnin sín. Börn eru hugrökk, kjörkuð, er sama þó þau komi fyrir eins og kjánar endrum eins, alveg þangað til fullorðnu skrípin, snýta þeim með ótta, óuppgerðum málum, fortíðardraugum og annarri vesöld sem þau hafa verið svo glúrin að halda til haga alveg sérstaklega fyrir börnin sín.

Í dag er ég ríkur — í dag vil ég gefa
demanta, perlur og skínandi gull.
Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa,
uns sál þín er mettuð og barmafull.
Það er ókeypis allt
og með ánægju falt —
og ekkert að þakka, því gullið er valt!

6 thoughts on “Í dag……”

 1. Ertu með þessa vísu niðurritaða eða festist þetta á uppvakstarárum þínum. Fæ óneytanlega nostalgíufílungu við þessar ljóðlínur.

 2. Ég fann hvergi: Í dag er ég glaður, Í dag er ég snauður, Í dag er ég gamall.
  Kvæðið er eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti. Lagið samdi Sigfús Halldórsson. Reglulega gaman væri að eiga það sem upp á vantar.

 3. Þegar maður googlar “í dag er ég glaður” þá dúkkar fyrst upp þessi fróma síða þín þar sem að Hetjan hefur skrifað þetta vers þann 10. apríl, spurning hvort það er ekki rétta versið.

 4. # Í dag er ég snauður og á ekki eyri,
  # ölmusumaður á beiningaferð.
  # Einasta vonin að himnarnir heyri —
  # þó hanga’ um mig tötrarnir, eins og þú sérð.
  # Gef mér aflóa fat
  # eða fleygðu í mig mat!
  # Því forðastu’ að tylla þér þar sem ég sat.

  þetta fannst í greinagerð um fund frá alþingi þannig að nú vantar bara eitt erindi

 5. Í dag er ég glaður — í dag vil ég syngja,
  og dansa til morguns við hverja sem er.
  Við flakkarann allt eins og kóng vil ég klingja —
  ég kæri mig ekkert um nafnið á þér.
  Þú ert vinur minn víst
  eins og veröldin snýst —
  á víxla ég skrifa nú eins og þér líst.

  Þá vantar bara: Í dag er ég gamall.

Comments are closed.