Í mínum félagsskap þykir fínt að tala um það að vera með hausinn upp í rassgatinu á sér þegar maður er eilítið sjálfhuga. Það er óneitanlega gaman að sitja á kaffihúsi og súpa af bolla, ræða eilítið um það sem að drifið hefur á daginn og hvert maður stefnir í þessu lífi – ef maður er af leið og farinn að hugsa meira um eigin hagsmuni þá vellur undantekningalaust upp úr einhverjum við borðið “TAKTU NÚ HAUSINN ÚR RASSGATINU Á ÞÉR”.
Viti menn, maður sér það í þarmi sínum að þarna var maður aðeins of eigingjarn og var ekki alveg að taka tillit til alls þessa yndislega fólks.
Minnir mig svolítið á gömlu góðu Búkollu söguna þar sem að Búkolla baulaði “TAKTU HÁR ÚR HALA MÍNUM”. Hefur kannski ekki alveg sömu merkingu, en hljómfallið er svo innilega það sama.
Comments are closed.