Af einhverjum orsökum, hverjar svo sem þær kunna að vera fer fyllerísskrílskarinn óstjórnlega í taugarnar á mér, þessa nóttina. Sem er með eindæmum einkennilegt fyrir jafn æðrulausan mann eins og mig. Mann sem er skólabókardæmi um hugarró og umburðarlyndi gagnvart öðru fólki. Maður sem að þegar öll lík hafa verið grafin upp vill einungis umvefja heiminn af einstakri virðingu og ástúð.
Engin ástæða til að halda það að hér fari fram daglegt rapport. Þessum vef verður einungis haldið út í tæknilegum tilgangi, það má þó vel vera að tilgangurinn breytist í tímans rás. Í forgrunni á skrílslátunum fyrir utan gluggann hef ég verið eftir fremsta megni að horfa á ‘Taking Lives’ og þykir mér óhætt að mæla alls ekki með henni. Ég spyr tilhvers í andskotanum að taka ammrísku klysju og staðsetja hana í Kanada í von um arðvænlegri niðurstöðu. Svei og fuss segi ég.
Comments are closed.