Ég fór leið sem liggur í Maður Lifandi í dag. Ég var varla kominn þar inn fyrir dyrnar þegar ég mætti alveg sérstaklega móðurlegri konu. Ég gerði ráð fyrir því að hún væri á launaskrá fyrirtækisins svo ég sagði við hana sisona: Heyrðu!!!
Allt fas og öll framkoma þessarar undursamlegu konu bar þess merki að hún hefði ekki einungis prufað ristilskolun, heldur átti hún árskort. Augu okkar mættust, í örskamma stund, eða þangað til ég hörfaði vegna þess að ég var viss um að hún væri að hugsa eitthvað ljótt um mig.
Hvað get ég gert fyrir þig, sagði hún með silkimjúkri röddu. Ég nurlaði saman höndunum: Ég er svo óhamingusamur kæra frú, sagði ég við hana og andvarpaði. Ég er nú ekki frú, sagði hún og það var eitthvað í röddinni sem virkaði ákaflega sannfærandi á mig. Já, gott ef ekki traustvekjandi.
Áður en ég vissi af, var farið að skríkja einkennilega í henni. Ég horfði brúnaþungur á hana. Það hélt áfram að skríkja í henni. Mér fór að líða furðulega og ég fann að taugakerfið byrjaði að gefa sig. Mér sundlaði. Sviti spratt fram, án þess að ég fengi við ráðið.
Afhverju ertu svona óhamingjusamur, spurði hún varfærnislega; hún var hætt að skríkja eins og fífl. Já, það er nú saga að segja frá því, sagði ég með brostinni röddu. Ég settist niður á appelsínukassa og horfði í kjöltu mér. Áður en að hún gat sagt “supercalifragilisticexpialidocious,” sagði ég henni ævisögu mína. Ég sagði henni frá barnaskólanum, Löngubrekkunni, Afa og Ömmu, móanum, rauða húsinu, Lundi, Snoopy, fyrsta kossinum, flugvélinni, ástinni, bláu blómunum, Svavari Gests, útvarpssögunni. Ég dró ekkert undan. Þegar ég hafði lokið að segja henni harmsögu lífs míns, leit ég upp og sá að hún mændi á mig skilningsrík og hljóð.
Hún fór upp í hillu, og náði í þrjár dósir, fullar af allskonar gúmmilaði. Ein var fyrir taugakerfið, önnur fyrir lífsleiðann og sú hin síðasta gerir mér kleift að hugsa heila hugsun án þess að slefa. Allt kostaði þetta litlar 6000.- , sem ég greiddi skælbrosandi, með von í hjarta. Ekki nóg með það, heldur keypti ég líka tíu eintök af ‘The Secret’. Ég verandi uppgjafafyllibytta, þess fullviss að tíu eintök af jafn frábærri bók og ‘The Secret’ virkar mun betur en eitt eintak.
Við eigum helling sameigninlegt Sigurður; meira en mig hefði nokkurn tímann grunað.
Ég fór einmitt í Yggdrasill í dag að reyna að kaupa mér hamingju en hún var ekki til þannig að ég fór í heilsubúðina efst á klapparstígnum og keypti þar Tea-tree olíu og möndluolíu. Þetta blandaði ég saman þegar ég kom heim og nota nú sem bólueyði. Þetta kostaði nú ekki nema rétt um 1900 kall, enda ódýr búð þar á ferðinni.
Þetta á að laga bólupakkann en ég er ekki viss um að þetta bíti nokkuð á tilfinningaskaðanum sem ég varð fyrir við það að búa í Löngubrekku 1 hjá Sigríði ömmu heitinni (sem var þá “í þann mund” að deyja).
Ég læt þig vita hvernig gengur…
Thank you for making my day dearest Siggi.
P.S það er dáldið sem mig langar að seigja þér…
Vonandi verðuru nálægur hvað af hverju:)
Þú ert uppáhalds Sigurðurinn minn by the way*
Ekki halda í þér andanum Soffía the great. Ég er með subbuflensu sem ég held að dragi mig til dauða.
Ég gæfi hægri eitthvað fyrir að vera með flensu! Þá þyrfti ég ekki að horfast í augu við þá skelfilegu staðreynd að ég er orðin menopausal kerling í eigin sófa – sem þorir ekki fram í eldhús að opna hvítvínsflösku, af einskærum ótta við að bæta við mig enn einni klisjunni: Drykkjusjúk, menopausal, kerling í eigin sófa…
Hvar hafa dagar lífs þíns o.s.frv.
Hvar get ég keypt banasæng á sanngjörnu verði?
Í spánýrri og glæsilegri verzlunarmiðstöð helvítis: IKEA í Hafnarfirði. Ég keypti mér risasæng þar ekki alls fyrir löng. Það er alveg sama hversu oft ég viðra hana, eða sendi í hreinsun, það er alltaf sama nályktin af henni. Er nályktin kannski af mér? *sniff* *sniff* Nei, hún er af sænginni.
Það er þekkt staðreynd að það leggur oft náþef af sjálfdauðum samböndum – einkum úr rúmfatnaði hverskonar. Margir hafa gefist upp eftir sleitulaust strit við að ná þefnum úr hýbýlum sínum og hreinlega brennt góssið.
Ég mæli þó með að byrjað sé á sænginni – á öruggum stað.
Veðurbarin útigrill eru við svo að segja hvert hús á Íslandi og afsakanlegt að leggja hald á eitt slíkt í skjóli nætur.
(http://www.reglugerd.is/neydarrettur)
Best er þó að fara sem fjærst eigin gluggum og undan vindi, því það hefur hent að lyktin nái að taka sér bólfestu í gluggatjöldum og ung og óhörðnuð sambönd þá orðið henni auðveld bráð.
Í næsta þætti tökum við fyrir suðu og geymslu á grænkáli.
er sjálfkynhneigt ástarsamband sigurðar við sjálfan sig þá sjálfdautt?
Sjálfsagt er það…
Mig langar til að vitna um lítið kraftaverk sem ég er að upplifa á sjálfri mér.
Ég er búin að vera geðstirð og illyrt síðan í gærmorgun(eins og guðlaus frammíköll mín hér á síðunni síðasta sólarhringinn bera glöggan vott um).
Nú,nú, það er ekkert að orðlengja það en þegar ég vaknaði af síðdegislúrnum áðan, þá var ég barasta komin með sárindi í háslinn og örlítinn hita.
Nú á ég við siðferðisvanda að etja:
Klukkan 5.36 í gærdag storkaði ég almættinu með léttúðugri athugasemd hér á síðunni.
Væri ég skítseiði ef ég reddaði mér í horn með því að segjast hafa ætlað að skrifa framþurrkublaðið á bílnum mínum?
Ég tek það fram að það er svo til nýtt…
Æ, leyfið mér bara að deyja. *snýt* *atjúúúú* *drippp*
Snýtist þér vel Liebling!
vissir þú að geir ólafs er sönnun þess að “the secret” virkar ekki?
Skellihló og hló. Geir Ólafs, skellihló
Er hann afsprengi leyndarmálsins??
Jú, ætli ekki. Hefur trúað því alla tíð án minnsta vafa að hann sé heimsfrægur, og er þó enn lítt ……
Nei Baddi minn, hann klúðrar því bara alltaf!
Hann er bara allt of gráðugur fyrir secret-ið…
En ágætis athugasemd fyrir því…
Og elsku Sigurður minn láttu þér batna..Sendi þér alla englana mína..Ég hef einn hjá mér if you know what I mean*