Bad hair day

Fyrir þá sem að láta sig málið varða, þá er ég skítfallinn fyrir raunveruleikasjónvarpi. Þetta er að sjálfsögðu liður í að ameríkuvæðast og flokkast undir fyrirfram aðlögun. Hæst upp á pallborði mínu er The Apprenitce. Andstyggðin sem að býr í mannskepnunni fær svo sannarlega byr undir báða vængi, sem kemur meðalmanni eins og mér umsvifalaust í hátíðarskap, ekki ólíkt og fyrirsagnir DV. Fyrir sakir einstakrar leti hef ég ekkert unnið í þessu blogkerfi sem gerir það að verkum að þessi hárprúði snillingur sem minnir óneitanlega á kaupsýslumann búsettan á grundarfirði er staðsettur vinstra megin við þennan snilldartexta sem og allar aðrar myndir sem fylgja bloggum hér. Ekki þykir það nú umtalsvert, en það er til frásagnar að ég hef komið því þannig fyrir að ég get ekki bloggað án þess að hafa með mynd. Ég segi sísvona gersamleg án afláts: “geri aðrir betur,” MySchool prýðir ekki svona fínum fídusum, það er nokkuð klárt.

One thought on “Bad hair day”

  1. Já það er ljóst að þeir eru líkir bæði í útliti og umsýslu þeir Trump og ónefndi kaupsýslumaðurinn á Grundarfirði.
    Það er gott að vera ekki einn um að kætast yfir þessum ósóma sem the apprentice svo sannarlega er.

Comments are closed.