Jólasveinninn er nasisti

Ég var staddur í 10/11 niður í Lækjargötu til að kaupa mér næringu, það kann að koma ykkur á óvart en ég ætla ekki að útlista það fyrir ykkur hvað ég keypti í matinn, né ætla ég að uppfræða ykkur hvernig ég steikti það sem ég keypti. Ég bendi ykkur á í fullri vinsemd að það eru til síður þar sem maður getur lesið sér til um innihaldsefni matvæla og svo hvernig skal verka það sem maður setur í innkaupakörfuna sína. Allavega ég var staddur við frystiborðið þegar ég heyrði fyrsta jólalagið mitt í þessum mánuði blóðsúthellinga, brjálæðis, mannvonsku, limlestinga, innbrota, múgæsinga og laufabrauðs. Þar var engin önnur á ferðinni en hún Helga Möller, systir gamla umsjónakennarans míns (find a happy place, find a happy place.) Ég missti umsvifalaust matarlyst og hvítnaði upp, ég hrasaði því næst um gólftuskustandinn og missti andann. Undir þessu ómaði og gjall í Helgu Möller. Á sama tíma áttaði ég mig á því að þetta er ekkert annað en eitt stórt samsæri og að öllum líkindum anti-semitismi á háu stigi og jólasveinninn gæti ekki verið neitt minna en formaður nýnastistasamtaka og Helga Möller í vitorði með honum.

Í framhaldi af þessari andstyggðarlífsreynslu dreg ég herör gegn jólasveininum og hef ákveðið að það verður annað hvort ég eða hann og ég gefst ekki auðveldlega upp, svo mikið er víst.

saga Möller ættarinnar

Comments are closed.