Viðbjóður með sérstökum óbjóðs viðbæti

Það kom mér alveg afskaplega á óvart hversu litlu jafnaðargeði ég hef yfir að búa. Ég gerði þessa stórmerkilegu uppgögvun þegar ég í heilbrigðri skynsemi ákvað að fara í reiðhjólatúr út í laugardal. Þangað fer ég reglulega til að skoða typpin á meðbræðrum mínum undir sveittri sturtunni í world class. Ég fór ekki að æfa í gær sem óhjákvæmilega gerði það að verkum að mér fannst ég vera að springa úr spiki í dag. Svo það kom að sjálfsögðu ekki neitt annað til greina heldur en að halda af stað út í sortaninn eftir erfiðan dag á skrifstofunni. Ég var afar þakklátur fyrir að engi heyrði í mér þar sem ég fussaði og bölsótaðist alla leiðina frá heimili mínu út í laugardal. Hefði ég getað buffað veðrið hefði ég svo sannarlega gert það. Ég fæ það ekki skilið afhverju það er ósjálfrátt gert ráð fyrir að maður hrósi happi yfir að hafa endað upp á þessum drulluklakaka.