Hvurskonar orð er supercalifragilisticexpialidoceous?

[MEDIA=21]

Ég sá þessa mynd í Gamla bíói með hipp og kúl systur minni. Ég var þá barn og hún með bílpróf. En hvaða tegund af orði er supercalifragilisticexpialidoceous, og hvað gerir það svona lýsandi fyrir ofsagleði og umframkátínu? Hvernig er þetta orð íslenskað? Mér kom til hugar orðið yfirburðaframúrskínandi, en meira að segja það fangar ekki fyllilega töfrabrögðin sem leynast í þessu orði. En hvað um það, það ætti engum að vefjast tunga um tönn, þegar sungið er með þessu myndbroti, því að meðfylgjandi er söngtextinn.

Koma svo!

7 thoughts on “Hvurskonar orð er supercalifragilisticexpialidoceous?”

  1. Í árdaga,þegar ég var barn,þýddi einhvernlögin úr kvikmyndinni Mary Poppins á íslensku. Þær stöllur Ingibjörg Þorbergs og Guðrún Guðmundsdóttir(leikkona og eiginkona Klemens Jónssonar)sáu á þessum tíma um barnatíma Ríkisútvarpsins og sungu þessi lög inn á plötu. Þetta tiltekna lag hlaut nafnið: ,,Feiknabýsnahrikagantagríðaryndislega…´´

    En í síðustu viku var ég að hlusta á viðtal við einhvern textaskríbent BBC World og hann sagði frá því að í þessu tilfelli hefðu tvær langlokur komið til greina en þessi orðið ofaná. Ég ætlaði að leggja hina samsetninguna á minnið, en það er til marks um hrörnun mína til sálarinnar aða ég er búin að steinleyma því. En sennilega er hægt að finna þetta á vefsíðu BBC-World.

    Að öðru og óskyldu:

    Sá ég þig eða hin illa tvíburabróður þinn á göngu í Fellsmúlanum áðan – með afar volduga hanska?

  2. Þess ber að geta að ég bar út blöð til hennar Ingibjargar Þorbergs. Afskaplega yndisleg kona, gaf mér alltaf eitthvað smáræði þegar ég kom með blaðið, súkkulaðistykki eða pening.

    Nei, þetta hefur ekki verið ég í Fellsmúlanum. Ég fer yfirleitt ekki út fyrir 101 rassaborugat.

  3. ..gaf mér alltaf “smáræði” pening/súkkulaðistykki.

    Hún hefur haldið að þú værir að “innheimta” á þinni torfu…

    Ég hefði verulegar áhyggjur f tvíburanum illa í þínum sporum. Þið eruð ótrúlega líkir – en ég hef að vísu aldrei séð þig arka áfram og klappa saman lófunum í hverju skrefi…vattfóðraðir hanskarnir ýktu limaburðina….

  4. … hugsanlegt að þetta sé illa þýdd kínverska og þýðir: helvítis hrísgrjónin gera mann píreygðan.

    Eða kannski ekki!

  5. Þetta þýðir ljóslega:

    super- “above” (ofur)
    cali- “beauty” (fagur)
    fragilistic- “delicate” (viðkvæmur)
    expiali- “to atone” (bæta)
    and docious- “extremely educated” (hámenntaður)

    og á því við um ofurfagra og jafnframt ofurgáfaða nema. Eins og mig. Og Mary Poppins.

Comments are closed.