Patrick Bateman er frá Svíþjóð

Ég sat kynningarfund hjá Tæknival síðastliðinn föstudag. Þar töluðu nokkrir vel til hafðir danir ensku. Enska töluð með dönskum hreim hefur ámóta skemmtanagildi og að syngja ættjarðarlög berrassaður eftir að vera búinn að maka á sig laxasalati. Fyrir hvern og einn sem á kynningunni sat var á boðstólnum einn lítill súkkulaðimoli. Kynningin var svo ánægjuleg að ég lét mig dreyma um alla súkkulaðimolana sem lágu óétnir á nærliggjandi borðum. Þegar ég hélt ég væri um það bil að láta lífið sté inn einn sá hressasti Svíi sem ég hef á ævi minni séð. Nú, einhver kann að hafa fordóma gagnvart Svíþjóð og fíflunum sem þar búa, en ef það er eitthvað sem að keyrir allt um koll þá er það uppáklæddur Svíi sem segir brandara. Ekki skemmdi það fyrir að umræddur Svíi var skuggalegur líkur snillingnum Patrick Bateman úr myndinni American Psycho. Ég þarf vart að tíunda að ég gekk af þessari kynningu sem betri maður.

2 thoughts on “Patrick Bateman er frá Svíþjóð”

  1. Hið rétta í stöðunni hefði sennilega verið að láta eftir þér að éta alla súkkulaðimolana og slátra svo svíahelvítinu með nærliggjandi kaffikönnu!

Comments are closed.