Gísli Marteinn

Til allrar guðs lukku er Gísli Marteinn í sjónvarpinu í kvöld. Hér er á ferðinni mikill gleðigjafi með gifurlega beitta og skarpa kímnigáfu. Hann er ekki bara spaugsamur, heldur er hann afskaplega vel að sér í pólítík og gáfaður með eindæmum. Á þeim tíma sem ég var að alast upp þá var það mælikvarði á hressleika manns hversu vel maður náði að herma eftir einhverri af fígurunum hans Ladda í þættinum á ‘Á tali hjá Hemma Gunn’. Gilli Martin hefur svo sannarlega hafið það hvað það er að vera hress upp á æðra tilverustig.

Gísli eins og Hemmi á sínum tíma hefur það fyrir reglu að segja áhorfendum sínum fyrirfram að þáttur kvöldsins verði alveg sérstaklega skemmtilegur. Það er ekki laust við að maður kippi við þessa yfirlýsingu Gísla og maður veit það langt innan í sér að maður er á leiðinni í hátíðarskap.

Hér er svo aðdáendasíða Gilla Martin

9 thoughts on “Gísli Marteinn”

  1. Það er ómaklegt að níðast á minni máttar bara til að þú getir verið gáfaður.

  2. Elskulegi P.

    Ef það er eitthvert réttlæti í heiminum, þá öðlast Gísli Marteinn sama status og jólasveinninn þegar fram líða stundir. Það að hann sé dauðlegur er argasta móðgun við komandi kynslóðir, og því ég legg til að honum verði fundinn viðeigandi búningur og hann gerður að skurðgoði hressleikans (og eiturskarprar pólitískrar óhlutdrægni) um ókomna tíma. Búningurinn þyrfti að vera þannig hannaður, að hann fengi alla til að vera aðeins hressari undireins. Nærbuxurnar þyrftu semsagt að vera utaná, eins og Súpermann. Hver verður ekki hress af þeirri sjón?

    Síðan yrðum við vitanlega að helga einum mánuði á ári í að vegsama hressið. Td. júní. Þá yrðu allir að vera með gleraugu og ljómandi fallegt bros á vörum. Konum yrði gert að nota gloss.

  3. Konur nota gloss daglega – Þarf ekkert að skikka okkur í það.

  4. Ég ræð af pósti promazins og commenti Ding að það sé skárra að vera glæpamaður en að leggjast svo lágt að hægt sé að kalla mann hressan og opinn.

  5. Ég ræð það af pósti promazin og commenti Ding að það versta sem mögulega væri hægt að kalla einhvern er: Hress og opinn.

Comments are closed.