Ég staðsetti boruna á mér miðsvæðis í Reykjavíkurborg fyrir næstum tveimur árum síðan. Leigusalinn minn er yndislegur drengur með gullhjarta. Fyrir utan gluggann hjá mér eru tveir mjög vel sóttir skemmtistaðir. Um hverja einustu helgi safnast saman heil hjörð af fólki í þeim tilgangi að hrista ærlega úr klaufunum eftir erfiða viku á skrifstofunni. Oft á tíðum er mjög glatt á hjalla og uppábúnir íslenskir karlmenn taka oftar en ekki lagið. Mér til mikillar furðu verður fótboltalagið “Ó le Óle Óle Ó Ey Óley Óley” fyrir valinu hvernig sem á því stendur. Ég að sjálfsögðu sé ég þetta sem kennslustund í því hvernig maður getur án mikillar fyrirhafnar glætt gleði í hjörtum nærstaddra með því að grípa til söngs. Þetta álít ég án allra efasemda mikilvægan lið í að leggja ástund á hressleika.
Comments are closed.