Fuck the L Word

Ein af uppáhaldssenunum mínum er að finna í kvikmyndinni Donnie Darko. Í senunni situr Donnie tíma hjá leikfimiskennaranum fröken Farmer, þar sem hún er að bókstaflega að troða upp á nemendur sína sjálfshjálparaðferð sem skiptir lífinu í tvo meginþætti: kærleik og ótta.

Upphafsmaður þessarar sjálfshjálparstefnu er gervilegur sykursætur öfuguggi leikinn snilldarlega af engum öðrum en Patrick Swayze.

Fröken Farmer sem hefur tileinkað sér þessa stefnu telur víst að sjálfshjálparstefna Swayze sé ofurandleg lausn við öllum mannlegum krankleikum. Hún á afar aðlaðandi máta kynnir þessa stefnu skólayfirvöldum og fær að lokum að iðka hana í kennslustundum sínum. Með fullan bekk af nemendum neyðir hún Donnie Darko til að taka þátt í verkefni sem fylgir Swayze pakkanum. Verkefnið felst í því að staðsetja hvar ákveðið athæfi á heima á sérstökum skala ótta og kærleiks. Hún kallar skalann lífslínuna: FEAR <----------------------->LOVE.
Donnie er látinn lesa upp litla dæmisögu um prakkarastrák sem stelur peningaveski, hann á síðan að ákvarða hvar athæfi prakkarans eigi heima á lífslínunni. Í stað þess að taka þátt í skrípaleik fröken Farmer, ákveður hann að hella úr skálum reiði sinnar og útskýra fyrir fröken Farmer að það sé harla erfitt að taka lífið og skipta því upp í tvo einfaldaða efnisflokka, þar bæri að taka tillit til allrar litaflóru mannlegra tilfinninga. Eftir kjarnyrtan pistil biður hann hana vinsamlegast að taka þessa andstyggðar lífslínu og þrýsta henni varfærnislega upp í endaþarmsopið á sér.

Af gefnu tilefni þá vill ég taka það skýrt fram að þetta blogg er eingöngu til þess ætlað að runka sjálfshyggju minni. Það hefur engan æðri tilgang og á síður en svo að verða að gagni.

The Null has spoken!

One thought on “Fuck the L Word”

  1. “að rúnka sjálfshyggju er góð skemmtun, og ber stunda jafnt og þétt eins oft og auðið er”

Comments are closed.