Nöldur og röfl

Undirritaður er með eindæmum hissa yfir viðhorfi fólks til aðild okkar að friðargæslu í Kabúl. Það verður að segjast eins og er að afstaða okkar til þessara mála er alveg sérstaklega barnaleg. Afhverju kemur okkur til hugar að við séum svo til ósnertanleg fyrir þær sakir að við erum fædd norður í endaþarmsopi. Hverjum dettur það eiginlega í hug að vegna þess að við erum Íslendingar þjónum við einhverjum fallegri og friðsamlegri tilgangi á átakasvæðum. Friðargæslusveit er her, þó svo hann sé ekki árásarher. Og hvaða máli skiptir það hvað okkar menn í Kabúl voru að gera nákvæmlega í þessu byggðarlagi. Umræða um þessi mál hafa verið vægast sagt barnaleg. Það var enginn neyddur til að taka þátt í þessu svo mikið er víst. Þessir blessuðu íslendingar tóku sér þetta fyrir hendur alveg að eigin frumkvæði. Og hvað mega þeir ekki bera vopn til friðargæslu? Eiga þeir kannski að tala Shaheed-ana af því að sprengja sig upp í loft?

Skammist ykkar djöfuls smáborgarar!

2 thoughts on “Nöldur og röfl”

Comments are closed.