Melankólía

Ég hef verið hryggur í hjarta mínu í dag. Ástæðuna rek ég til þess að í gær át ég köku sem innihélt egg úr óhamingjusamri hænu og tel ég fullvíst að blámi hænunnar hafi skilað sér í eggin og að lokum út í blóðrás mína sem varð til þess að lífslöngun mín þvarr og mig langaði ekki lengur til að dansa þennan darraðardans sem við köllum líf. Ég hef því sett mér eftirfarandi lífsreglu: Hversu illa haldinn sem ég verð af átfíkn, borða ég aldrei aftur kökur sem innihalda óvistvæn egg hænsna sem fá ekki að hlaupa um frjálsar og glaðar. Hænur eru líka fólk!

7 thoughts on “Melankólía”

  1. Í dag ástu köku sem innihélt egg úr franskri hænu sem átti langalangalangalangalangalangömmuhænu sem var í eigu dansmeyjar nokkurrar sem vann í Rauðu Myllunni bakk in the hey. Þetta var áhættusækin og ástríðufull dansmey sem elskaði hænuna sína í botn og trúði henni fyrir öllum sínum undarlegu og entjantíng leyndarmálum. Leyndarmálin vöfðu sig inn í DNA lykil hænunnar og erfðust hænu fram af hænu og í hvert einasta egg, alveg til þessa eggs sem þú ást óbeint í dag, á París.
    Þetta þýðir bara eitt… og þú veist hvað.
    Var ekki Cyrano líka franskur?

  2. Pétur grenjar heima hjá sér, en ekki í einhverjum samtökum úti í bæ, dóninn þinn!

Comments are closed.