Henni Þórkötlu minni þykir kjúklingur alveg ægilega góður. Hún kætist aldrei meira, en þegar ég geri mér ferð inn í Nóatún til að festa fé í grilluðum transfitukjúkling. “Var þessi kjúklingur hamingjusamur meðan hann lifði?”, spyr ég starfsmann í kjötborði. “Tja……”, umlar starfsmaðurinn. Ég geri mér samstundis grein fyrir að ég er enn og aftur búinn að skapa undarlega stemningu með háttalagi mínu, ég finn mig knúinn til að útskýra mál mitt. “Já, fékk hann að hlaupa um frjáls og glaður, líkt og Julie Andrews í Tónaflóði hér í árdaga?”
Starfsmaður í kjötborði brosir, og ég dreg að sjálfsögðu þá ályktun að hann sé að stíga í vænginn við mig. Hvað annað gengur honum til, hér brosir enginn nema að hann vilji hafa af manni fé, eða sé að reyna að táldraga mann.
“Það er bragðmunur á kjúklingum sem fá að dansa um óáreittir og þeim sem eyða ævinni í þröngum ógeðslegum búrum, drulluskítugir og vansælir!”, bæti ég við og tek eftir að litla leikritið mitt er farið að vekja athygli við kjötborðið. Venjulega þegar ég er búinn að fá hæfilega mikla athygli, dreg ég í land, en ég þetta skiptið panta ég mér örlítið af frönskum kartöflum og þegar starfsmaður spyr hvort hann eigi ekki að krydda kartöflurnar mínar, spyr ég hann með þjósti hvort hann hafi sett einhvern óþverra í kartöflukryddið. “Það er ekkert MSG í kryddinu”, kallar hann til mín. “Jæja, láttu þá vaða”, muldra ég, orðinn dauðþreyttur á sjálfum mér.
Hamingjusamur kjúklingur, er dauður kjúklingur, þetta veit hún Þórkatla mín. Sjáið hana bara.
—
Að öðrum málefnum.
Hræðilegir hlutir hafa gerst hér á Óðinsgötunni: Klarinettið er ónýtt! Í gærkveldi, komst ég í sumarfíling, og greip í klarinettið sem stóð upp við rönd hjá bókaskápnum. Þegar ég ætlaði að blása í það fyrstu tónana í Summertime úr Porgy & Bess, urðu eftirfarandi óhljóð til:
Þetta er mikið ólán, því ég ætlaði á dögunum að bregða mér hérna rétt yfir Holtið til að spila Ljúfa Anna fyrir utan húsakynni stúlku sem veit varla að ég er til.
það er ekki bundið í stjórnarskrá að kjúklingar eygi að vera hamingjusamir, en ef þetta eru íslenskir kjúklingar þá hljóta þeir að vera eins og þjóðin öll hamingjusamömustu kjúklingar í heimi
Guð minn góður hvað þetta er sorglegt með klarinettið! Klarinettið sem átti að koma þér í sleik!! Hvað skal til bragðs taka? Kaupa handa henni lífrænt ræktaðan tónaflóðs kjúkling? Hvar fær maður svoleiðis? Ég hef bara einu sinni smakkað þannig og það var á Hótel Holti. Innbakaður með jarðsveppum. Kostaði 400 þúsund.
Ég man ekki hvort ég hef látið móðan mása hér um glæpina sem eru framdir í ,,ekki MSG´´ nafni.
MSG stendur fyrir “mono-sodium-glutamate”
og eftir að framleiðendur áttuðu sig á því að helvítis neytendurnir voru búnir að fatta hvað það er óhollt að borða kemísk efni sem hafa áhrif á miðtaugakerfið,urðu þeir að fjarlægja MSG úr framleiðslunni.
En þá kom babb í bátinn(getur einhver upplýst mig um hvað ,,babb´´ er?).
Þegar MSG-ið var fjarlægt þá hvarf bragðið líka og þá voru góð ráð dýr.
En eins og við vitum þá eru framleiðendur lævísustu kvikindi sem til eru og því útsmognari því meiru sem er að tapa.
Þá fóru þeir inn á labbið sitt og fundu út að það var í lagi að nota stöff sem heitir E-621 og gerir alveg sama gagn og MSG – án þess að vera hið illræmda monosodium glutamate.
Og nú stendur “No MSG” á öllu – og neytendur brosa og hlaða körfurnar af vörum sem innihalda mononatrium glutamate. Og natrium er næsti bær við sodium. En E-621 ER EKKI MSG og því í lagi að prenta No MSG á vöru sem er stútfull af mononatrium glutamate.
Ef ég skrifa í belg og biðu – þá er skýringarinnar að leita í kjúklingabringuáleggi sem mér var byrlað í morgun, og endaði með total-hystamínblokkara,skertri meðvitund í 2 klukkustundir og svitabaði.
Passaðu svo að Þórkatla þín drekki ekki of mikið grænt te – því það ku ekki vera hollt fyrir hana skv. nýjustu rannsóknum.
🙂 addaði þér í readerinn minn!!!
Ahhh!
Alltaf er nú ljúft að sjá kisu að dúlla sér.
– Annars vakti videó nr.2 kisurnar mínar af værum blundi 🙂
Og ég sem hef alltaf kallað þetta MSN kryddið.
Vá hvað kisan þín mikill krúttibangsi..
Og mikið er yndislegt hvað þú ert alltaf góður við kisur..
Þetta er eimitt ástæðan fyrir því af hverju ég kann svona að meta þig..Þú kemur til dyranna eins og þú ert klæddur (Þrátt fyrir að þú sért ekkert alltaf svo viss um hvar þú standir) og ert alveg sérstaklega hugulsamur þegar það kemur að köttum..
Kettir eru miklu skemmtilegri en einhverjar plöntur…
Og svona þegar ég spái í því er margt líkt með þér og háttalagi kattarins..Hmmm..
Og já..Blessuð sé minning klarinettsins..