Ha hver? Ég…. Nei, þú….ekki ég!!

Einu sinni þegar ég var bágstaddur tók ég að mér að hanna vefsíðu fyrir byggingarfyrirtæki hér í borg. Að ofanverðu er ein af hugmyndum mínum fyrir þetta afar fína fyrirtæki. Því miður féll hún engan veginn í kramið hjá þessum sérstöku heiðursborgurum. Ég persónulega hef aldrei fengið það skilið.

Þegar ég sá vef þessa fyrirtækis seinast var afar traustvekjandi mynd af eigandanum að tala í gsm síma, með svona ‘ég redda þessu fyrir hádegið’ svip. Það hefur hugsanlega verið meira ímyndin sem þeir vildu présentera. Ég hugsa samt að þeir hefðu selt meira út á grafíkína mína.

7 thoughts on “Ha hver? Ég…. Nei, þú….ekki ég!!”

  1. Mér finnst þitt samt vera meira svona demolition.

    Myndi líka sóma sé vel sem logo fyrir félag íslenskra handrukkara!

  2. Þetta er svona “Norman Bates carpentry Inc.” grafík…

  3. Já, það eru svo sannarlega litlu hlutirnir sem skipta máli…

Comments are closed.