Burt með þennan ósóma

Stofnuð hafa verið sérstök samtök gegn þessum ósóma sem að við kjósum að kalla jólasveininn. Samtökin skipa ónefndir aðilar sem að hafa alið grunsemdir sínar á rökum í gegnum tíðina og eru tilbúnir að berjast í bakkafullan lækinn til að koma þessu morðóða kvikindi út úr okkar menningu. Samtökin eru á þeirri skoðun að hamfarir heimsins megi undantekningalaust rekja til þessa kvékindis. Þau munu leitast við að sanna það fyrir almenningi að hér sé á ferðinni blóðþyrst og fégráðugt óféti sem að svífst einskis til að verða mannkyninu að falli.

Comments are closed.