Ég horfði á alveg fyrirtaksmynd í afar þýðum og dagfarsprúðum félagsskap sjálfs míns. Myndin sem varð fyrir valinu var “Team America: World Police”.
Fyrir mann eins og mig sem er afar alvörugefinn og þolir engan fíflagang á heimilinu er þetta svo sannarlega skref upp á við, miðað við einkasafn sem einkennist af dauða, djöful og samsæriskenningum. Í myndinni er ein af betri samfarasenum kvikmyndasögunnar. Mér verður yfirleitt óbjótt af uppáferðum í kvikmyndum, en þarna hlóg ég og öskraði eins og vitleysingur af kæti og ánægju einni saman. Ég mæli alveg hikstalaust með þessari mynd sem á rætur sínar að rekja til SouthPark gauranna. Í þessari brúðumynd er tekið á viðhorfum bandaríkjamanna til heimsins og aðgerðum í þágu frelsisins svokallaða. Ég var alveg furðulostinn yfir sumum atriðunum, því þeim er gersamlega ekkert heilagt þessum mönnum. Myndin hefur fengið talsverða umfjöllun vestanhafs, og er skiptar skoðanir á herlegheitunum.
Comments are closed.