Sökum þess hversu mikið ég þusa og nöldra yfir því hvað allir eru ómögulegir verður blog mitt að þessu sinni skjall og slepja.
Mér til mikillar gleði sat ég fyrirlestur Sigurjóns Sighvatssonar um feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi. Frá mínum bæjardyrum séð, þá er Sigurjón einn af meiri kúlistum þessarar þjóðar og þá ekki einungis fyrir þær sakir að hafa starfað með uppáhalds leikstjóranum mínum honum David Lynch. Það skemmdi þó engan veginn fyrir mér hversu líkir þeir tveir eru bæði í fasi og útliti. Ef ég léti einhvern tímann skrifa ofaní mig persónuleika, þá vildi ég óska þess að sá persónleiki líktist eitthvað framkomu og háttalagi David Lynch. Það þarf engan að undra það, því hér er á ferðinn afar dagfarsprúður maður með yfirnátturuleg listrænt innsæi.
Velgengni Sigurjóns hinsvegar er mér persónulegur innblástur og sýnir mér það að maður getur verið bæði íslendingur, kúl og frægur í sömu andrá, ólíkt Gilla nokkrum Martin sem er svo sannarlega pappakassinn í þessu máli.
Milkshake á sunnudögum – hugleiðsla á hverjum morgni??
þú gast ekki setið á þér að drulla yfir a.m.k einn mann í þessum pistli!
Er einhver ástæða til þess að sitja á sér?
Haldiði að við myndum sakna hans ef hann myndi gefast upp?
Auðvitað sakniði mín…
Það tel ég líklegt, þetta hefur talsvert skemmtanagildi verð ég að segja.
himneskt segi ég!
Húðsepi