Mars Attacks + nöldur

Ég er mikill fréttafíkill, en mikil dauðans djöfuls leiðindi þótti mér þessi fréttaflutningur af þessum bévítans bruna. Allt gott og blessað með það að kveikna skildi í einhverri andskotans dekkjahrúgu. Mér fannst þetta tilkomumikið í um það bil tvær mínútur. Í fréttatímanum var lopinn teygður alveg út í það óendanlega. Það var talað við slökkviliðsstjórann, lögreglustjórann, forvarnarfulltrúann, rauðakrossmann, einar 10 kellingar og mann í forsvari fyrir þetta djöfuls fyrirtæki. Já, svo var þetta blásið upp sem mikið samsærismál, þar sem þarna væri á ferðinni hræðilegt fyrirtæki sem að sinnti engum forvörnum og hver ætti að standa skil á þessu öllu saman og afhverju sameignin hefði ekki verið þrifin nógu og vel og hvar var nemendaráð. Svo var “Ísland í dag” helgað þessu stórbrotna máli. Sjálfsagt var haldin könnun um það hvort að kellingin sem að komst ekki heim ætti að höfða mál gegn manninum sem að kom ekki dekkjunum í lóg. Ég persónulega gafst upp á þessu drullufrussi og sneri mér að hannyrðum.

2 thoughts on “Mars Attacks + nöldur”

Comments are closed.