Licence to kill

“Ég elska þig svo mikið að ég hef ákveðið að segja þér sannleikann um sjálfan þig!”

Þegar einhver hefur upp raust sína og segir þessa setningu þá persónulega mæli ég með að þeir sem að eiga hlut að máli hafi sig á brott eins skjótt og auðið er. Þessi nálgun hefur hinsvegar þótt afar áhrifarík leið til samskipta og ekki er óalgengt að þátttakendur allir komi ríkari úr svona yfirhalningu. Þetta fer þannig fram að einhver einn sem hefur unnið sér það inn, lemur sér á brjóst og í einlægum ásetningi til að koma gleði og góðum vilja áleiðis finnur hann einhvern sem er ekki alveg að gera rétta hlutina. Þessi riddari króar ódáminn af helst þar sem hann á sér ekki undankomu auðið. Gott er að gera þetta á fjölförnum stað, tildæmis inn á kaffihúsi eða í bíó. Þegar bráðin liggur orðið vel við höggi er látið til skarar skríða og sannleikanum sjálfum er hellt yfir drulluháleistinn. Þegar kvékindinu hefur verið sagt til syndanna sér hann undir eins að sér og brestur í grát. Hann rís því næst upp sem betri maður og áður en maður veit af er hann kominn með réttindi til að segja einhverjum öðrum drulluspena sannleikann um sjálfan sig, Svona gengur þetta manna á milli. Koll af kolli.

Reyndar á ákveðnum tímabilum innan akademíunnar þá er fólk sérstaklega áhugasamt um að kynnast öllum sínum krankleikum svo þessi nálgun er kannski kærkomin. Sem reyndar minnir svolítið á þegar fólk sem er búið að æfa magavöðvana sína duglega biðja félaga sína um að kýla sig í magann.

Þetta var blog sem að þjónaði um það bil engum tilgangi.

Gleðileg Jól!

4 thoughts on “Licence to kill”

  1. Ég er so hrifin af þessum dýraverndunarsamtökum öllum saman.

  2. Ég stunda þetta mikið í bíó.

    Í miðri mynd öskra ég yfir fórnarlambið, sem ég valdi vandlega þegar ég var að kaupa popp, “Hvort viltu fylgja andlegum leiðum eða drepast úr a-isma.

    Þetta svínvirkar 😀

  3. Já, ég get svo sannarlega kvittað undir það að þetta svínvirkar!

Comments are closed.