Áreynsla

Sumt fólk þarf að leggja töluvert á sig til að vera almennilegt. Margir sækja tildæmis þartilgerða fundi til að sporna við dusilmenninu í sjálfu sér. Þar má heyra fólk tala roggið um að ef það sæki ekki fundina, þá verði það illt inn að beini á mjög skömmum tíma. Má þá ganga út frá því vísu að það sé fallega þenkjandi svo fremi sem það viðheldur fundasókninni. En svo eru aðrir sem eru bara ósköp vel meinandi og góðir í grunninn og þurfa ekki að sækja í nein félagasamtök til að læra að gera sér upp góðmennsku.

Vel á minnst. Fyrir utan nokkrar maltflöskur, þá hef ég verið til fyrirmyndar á öllum sviðum mannlífsins í átta ár.