The Trumpster

Eftir að hafa hakkað í mig tvær stórar skálar af poppi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég vill að það heyrist konunglegur lúðraþytur þegar ég geng inn í herbergi. Eftir að hafa verið dyggur aðdáandi The Apprentice í tæpt ár, hef ég tekið eftir að næstum í hvert það skipti sem Trump-arinn setur þessu pakki næsta verkefni fyrir – þá heyrist svona Viktorískur lúðraþytur þegar hann birtist manni sjónum. Mjög vandað. Ekkert ósennilegt að maður tengir eitthvað konunglegt við Trump-arann. Þá alveg sérstaklega þegar hann opnar á sér munninn til að segja eitthvað geypiimikilvægt, þar sem geyflurnar á honum ganga til og frá til áherslu og undirstrikunar á því sem hann hefur að segja.

2 thoughts on “The Trumpster”

  1. En Segörður fyrir mér verður þú alltaf Dónald Tromp! Ég skal blása í lúðra fyrir þig við hvert einasta tækifæri og meira að segja þegar það er ekki tækifæri og alseindis óviðeigandi…

  2. Já lúðrablástur er svo huggulegur. Held ég ráði líka svona eina eða tvær lúðrasveitir til að elta mig á röndum.

Comments are closed.