Ha’ Ulam

Ég hef ákveðið að spila inn aftur gamla galleríið mitt. Ég sé enga sérstaka ástæðu til að taka fallegustu minningar fortíðar minnar og kasta þeim út í hafsauga. Það má vel vera að ég sé að taka hliðarspor með þessu athæfi en það verður þá að hafa það. Ég hef löngum verið talsmaður þess að halda í andstyggilegar minningar hvað sem það kann nú að kosta. En í dag ætla ég að gerast advókat ánægjulegra minninga. Það má vel vera að þetta sé vegna þess að ég er með háan hita, en frá mínum bæjardyrum séð þá er ég aldrei betur í stakk búinn til að taka snjallar ákvarðanir en heldur einmitt þegar ég er nær yfirliði en vöku.

Comments are closed.