jólus skrúteníus

Mikið hvað ég er viss um að þessi jól verða yndisleg. Ég held ég hafi aldrei verið jafn hamingjusamur og einmitt núna. Ég er búinn að raula jólalög í allan dag á meðan ég hef þrifið íbúðina mína hátt og lágt, horn í horn, hólf í gólf. Ég er með svo fallegt jólatré í ár sem ég er einnig búinn að dunda mér við að skreyta og gera fínt. Ahhhhhhhh ég gæti hreinlega faðmað heiminn að mér í endalausum kærleik og væntumþykju.

Gleðileg Jól.

Indæl viðhorf voru fengin að láni frá Beggu Lee-útzku. Ekki var vanþörf á.

Comments are closed.